„Early Icelandic Manuscripts in Facsimile“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 9: Lína 9:
20. bindið kom út 1993, [[Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta]] (AM 62 fol.), í útgáfu [[Ólafur Halldórsson|Ólafs Halldórssonar]].
20. bindið kom út 1993, [[Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta]] (AM 62 fol.), í útgáfu [[Ólafur Halldórsson|Ólafs Halldórssonar]].


Nú er hafin útgáfa á nýrri ritröð á geisladiskum, með prentaðri ritgerð um viðkomandi handrit: ''Early Nordic Manuscripts in digital Facsimile'', og er komið út eitt bindi (2000).
Nú er hafin útgáfa á nýrri ritröð á geisladiskum, með prentaðri ritgerð um viðkomandi handrit: ''Early Nordic Manuscripts in digital Facsimile'', og eru komin út þrjú bindi (2012).


Sama forlag gaf út sambærilega ritröð um [[Fornenska|fornensk handrit]], ''Early English Manuscripts in Facsimile'', og eru komin út 29 bindi (2002).
Sama forlag gaf út sambærilega ritröð um [[Fornenska|fornensk handrit]], ''Early English Manuscripts in Facsimile'', og eru komin út 29 bindi (2002).
Lína 16: Lína 16:


== Tengt efni ==
== Tengt efni ==
* [[Early Nordic Manuscripts in digital Facsimile]]
* [[Early Nordic Manuscripts in Digital Facsimile]]
* [[Manuscripta Islandica]]
* [[Manuscripta Islandica]]
* [[Corpus Codicum Islandicorum Medii Aevi]]
* [[Corpus Codicum Islandicorum Medii Aevi]]

Útgáfa síðunnar 20. janúar 2013 kl. 11:11

Early Icelandic Manuscripts in Facsimile – (skammstafað EIM, íslenska: Forn íslensk handrit í eftirgerð) – er ritröð, sem forlagið Rosenkilde og Bagger í Kaupmannahöfn, gaf út. Frumkvæðið að útgáfunni átti Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn, ásamt þeim sem sátu með honum í fyrstu ritstjórninni, en það voru prófessorarnir: Sigurður Nordal, Reykjavík, Dag Strömbäck, Uppsölum og Magnus Olsen, Osló.

Jón Helgason var ritstjóri fyrstu 15 bindanna, kona hans Agnete Loth var ritstjóri 16.–19. bindis og Peter Springborg 19. og 20. bindis (tók við því 19. úr höndum Agnete Loth).

Mjög var til útgáfunnar vandað, handritin voru ljósmynduð með bestu tækni síns tíma, og fremstu fræðimenn fengnir til að semja ítarlegar ritgerðir um handritin og sögu þeirra. Bækurnar voru bundnar í vandað rautt band. Gefin voru út 20 bindi og taldist ritröðinni þá lokið. Upphaflega var ætlunin að birta í þessari ritröð handrit í stóru broti (arkarbroti / fólíó), og voru í kynningarbæklingi tilgreind 14 handrit sem átti að ljósprenta, en af þeim birtust átta. Þegar á leið var farið að taka með handrit í minna broti (fjórblöðungsbroti / kvartó = 4to), sem ætlunin hafði verið að birta í Manuscripta Islandica, en sú ritröð var þá hætt að koma út.

1. bindi EIM kom út 1958, Króksfjarðarbók Sturlungu (AM 122 a fol.), með inngangsritgerð eftir dr. Jakob Benediktsson.

20. bindið kom út 1993, Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta (AM 62 fol.), í útgáfu Ólafs Halldórssonar.

Nú er hafin útgáfa á nýrri ritröð á geisladiskum, með prentaðri ritgerð um viðkomandi handrit: Early Nordic Manuscripts in digital Facsimile, og eru komin út þrjú bindi (2012).

Sama forlag gaf út sambærilega ritröð um fornensk handrit, Early English Manuscripts in Facsimile, og eru komin út 29 bindi (2002).

Með hraðri þróun stafrænnar tækni og gagnamiðlunar á veraldarvefnum, hefur opnast möguleiki á að byggja upp stafrænt handritasafn á netinu. Er líklegt að það komi að nokkru leyti í staðinn fyrir ljósprentun handrita, a.m.k. til fræðilegra nota. Hins vegar þarf þá að finna vettvang fyrir rannsóknarritgerðirnar sem fylgdu slíkum útgáfum. Áfram verður þó trúlega markaður fyrir viðhafnarútgáfur af handritum.

Tengt efni

Tenglar

Heimildir

  • Vefsíða Rosenkilde og Bagger.