„Konungar í Dyflinni“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Breyti: fr:Royaume de Dublin
Xqbot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: az:Dublin krallığı
Lína 73: Lína 73:
[[Flokkur:Saga Noregs]]
[[Flokkur:Saga Noregs]]


[[az:Dublin krallığı]]
[[cy:Teyrnas Dulyn]]
[[cy:Teyrnas Dulyn]]
[[en:Kingdom of Dublin]]
[[en:Kingdom of Dublin]]

Útgáfa síðunnar 30. september 2012 kl. 19:35

Konungar í Dyflinni réðu borginni Dyflinni á Írlandi og næsta nágrenni hennar (Dyflinnarhéraði) frá því um 840.

Konungdæmið var stofnað um 840 af norskum og dönskum víkingum, sem stunduðu þar verslun og höfðu þar bækistöð í hernaði sínum á Bretlandseyjum. Um skeið réðu þeir einnig yfir Jórvík og Mön.

Eflaust hefur sterkra írskra áhrifa gætt í borginni, einkum eftir 1036. Um 1052 náðu Írar yfirráðum yfir Dyflinni, undir forystu konunganna í Leinster. Síðar komust norrænir konungar aftur til valda þar, og var sá síðasti drepinn þegar Normannar réðust inn í Írland um 1171. Þá leið norræna konungdæmið undir lok. Samfélagið í Dyflinni bjó þó við talsverða sérstöðu nokkrum kynslóðum lengur, vegna þeirra róta sem það átti í norrænni menningu.

Vegna brotakenndra heimilda er erfitt að taka saman heildstætt yfirlit yfir konunga í Dyflinni, og eru því mörg vafaatriði í eftirfarandi lista.

Listi yfir konunga í Dyflinni

Konungar til 902

Konungar eftir 917

Dyflinni var hertekin af írsku konungunum Mael Finnia mac Flannacán í Brega og Cerball mac Muiricán konungi í Leinster, og yfirgáfu norrænir menn borgina að mestu frá 902 til 917.

Tengt efni

Heimildir