„Skriðdreki“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
YurikBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: zh-yue:坦克車
Lína 66: Lína 66:
[[zh:坦克]]
[[zh:坦克]]
[[zh-min-nan:Tank]]
[[zh-min-nan:Tank]]
[[zh-yue:坦克車]]

Útgáfa síðunnar 25. ágúst 2006 kl. 19:00

Kanadísk áhöfn Sherman-skriðdreka 1944.

Skriðdreki er brynvarin bifreið á beltum sem er aðallega notuð til hernaðar. Skriðdreki mætir óvini sínum oftast með beinni árás og er útbúinn stórum byssum og stundum vélbyssum. Þrátt fyrir mikla þyngd er skriðdreki einstaklega lipurt farartæki og getur ekið yfir flestar gerðir landslags, nema helst skóg og apalhraun.

Fyrsti skriðdrekinn var framleiddur í Bretlandi og var opinberaður í orrustunni um Somme í Frakklandi þann 15. september 1915. Fljótlega fylgdu Frakkar á eftir. Aukin notkun skriðdreka gerði það að verkum að skotgrafahernaður varð fljótt ónothæfur, þar sem löng belti skriðdrekanna gátu ekið yfir skotgrafirnar án vandkvæða.

Þrjú atriði skipta máli við hönnun skriðdreka: skotgeta, hreyfanleiki og brynvörn.

Skotgeta skiptir miklu máli við hönnun skriðdreka. Allir skriðdrekar eru útbúnir einni aðalbyssu, sem situr á hreyfanlegum turni ofan á skriðdrekanum. Þessar byssur eru með þeim stærstu í hernaði, aðeins nokkrar byssur stórskotaliðs eru stærri. Einnig eru margir skriðdrekar útbúnir minni vélbyssum.

Hreyfanleiki skriðdreka er lykilatriði í notkun hans. Hann er hannaður til að aka yfir flestar gerðir landslags, en mýri og skógur eru helstu veikleikar skriðdrekans hvað þetta varðar. Þar sem hreyfanleiki skiptir svo miklu máli í bardaga eru skriðdrekar sjaldnast fluttir á milli svæða undir eigin orku. Oftast eru notaðar lestir til verksins, eða vörubifreiðar þar sem lestum verður ekki komið við.

Flestir skriðdrekar eru gerðir úr stálplötum eða álplötum. Eru þær grundvöllurinn að brynvörn skriðdrekans. Þrátt fyrir það eru skriðdrekar viðkvæmir fyrir nokkrum gerðum árása, sérstaklega úr lofti og þeim sem beinast að beltum skriðdrekans. Hægt er að auka virkni brynvarnar með því að láta plöturnar hallast. Með því aukast líkur á því að skot, sem beint er að skriðdrekanum, kastist frá honum.

Flestir skriðdrekar eru knúnir áfram af díselvélum og með stóra rafmagnsmótora til að knýja snúning fallbyssu og annan rafmagnsbúnað.

Framtíð skriðdrekans í hernaði er nokkuð trygg, en helstu breytingar á næstu árum snúast aðallega um það að gera þá ósýnilega í ratsjám (Stealth-tækni), auka samskipti þeirra við yfirstjórn heraflans og aðra skriðdreka og finna nýja orkugjafa til að knýja þá áfram.

1. Belti, 2. Fallbyssa, 3. Bretti, 4. Reyksprengjuverplar, 5. Turn, 6. Grill, 7. Stjórnturn með sjónpípu, 8. Vélbyssa samása fallbyssu, 9. Skrokkur, 10. Stafnvélbyssa

Snið:Link FA Snið:Link FA Snið:Link FA Snið:Link FA