„Tungnárhraun“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Tjörvahraun
Lína 11: Lína 11:
* THh [[Þjórsárdalshraun]] (líklega hluti Búrfellshrauns)
* THh [[Þjórsárdalshraun]] (líklega hluti Búrfellshrauns)
* THi [[Búrfellshraun í Landsveit|Búrfellshraun]]
* THi [[Búrfellshraun í Landsveit|Búrfellshraun]]
* THj [[Tjörfahraun]]
* THj [[Tjörvahraun]]
* THk [[Hnausarhaun]]
* THk [[Hnausarhaun]]



Útgáfa síðunnar 10. ágúst 2012 kl. 10:03

Tungnárhraun er samheiti yfir allmörg hraun sem upptök eiga á Tungnáröræfum, í eldstöðvum sem tilheyra Veiðivatnagosreininni. Þau eru flest stór og hafa runnið niður með Tungná og Þjórsá. Þjórsárhraunið mikla er þeirra elst og stærst. Það rann fyrir um 8700 árum og nær til sjávar við Eyrarbakka og Stokkseyri. Búrfellshraun er einnig gríðarmikið hraun sem rann frá gígaröð á Veiðivatnasvæðinu og niður í Landsveit fyrir um 3000 árum. Tungnárhraunin eru stórdílótt þar sem stórir ljósir feldspatdílar sitja í dökkum fínkorna grunnmassa. Elsa G. Vilmundardóttir skilgreindi þessi hraun, rannsakaði þau og kortlagði. Í rannsóknarskýrslu Elsu frá 1977 er ellefu Tungnárhraunum lýst, þar hafa þau einkennisstafina THa til THk og er raðað eftir aldri.

Tungnárhraun

Heimildir

  • Árni Hjartarson 1988: „Þjórsárhraunið mikla - stærsta nútímahraun jarðar“. Náttúrufræðingurinn 58: 1-16.
  • Árni Hjartarson 1994: „Environmental changes in Iceland following the Great Þjórsá Lava Eruption 7800 14C years BP“. Hjá J. Stötter og F. Wilhelm (ritstj.) Environmental Change in Iceland (Munchen): 147-155.
  • Elsa G. Vilmundardóttir 1977: Tungnárhraun, jarðfræðiskýrsla. OS ROD 7702, 156 bls. + kort.
  • Elsa G. Vilmundardóttir 1980. Hnubbafossar - eftirmæli. Týli 18. árg. 1. hefti bls. 3-6.