„Bill Clinton“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
EmausBot (spjall | framlög)
m r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: ckb:بیل کلینتۆن
Thijs!bot (spjall | framlög)
m r2.7.2) (Vélmenni: Bæti við: mzn:بیل کلینتون
Lína 107: Lína 107:
[[ms:Bill Clinton]]
[[ms:Bill Clinton]]
[[my:ဘီလ် ကလင်တန်]]
[[my:ဘီလ် ကလင်တန်]]
[[mzn:بیل کلینتون]]
[[nah:Bill Clinton]]
[[nah:Bill Clinton]]
[[ne:बिल क्लिन्टन]]
[[ne:बिल क्लिन्टन]]

Útgáfa síðunnar 30. júlí 2012 kl. 13:44

Bill Clinton

William Jefferson Clinton, best þekktur sem Bill Clinton, (skírður William Jefferson Blythe; f. 19. ágúst 1946) er bandarískur lögfræðingur og stjórnmálamaður, sem gegndi embætti 42. forseti Bandaríkjanna frá 20. janúar 1993 til 20. janúar 2001. Hann tók við embættinu þegar hann var 46 ára og er því þriðji yngsti forseti Bandaríkjanna. Áður en hann varð forseti hafði hann setið í nær tólf ár sem fylkisstjóri Arkansas. Hann er giftur Hillary Rodham Clinton, öldungadeildarþingmanni fyrir New York, sem bauð sig fram til forsetaembættis BNA í kosningum 2008. Síðustu embættisár hans einkenndust af stjórnmálahneyksli þar sem hann var sakaður um að hafa borið ljúgvitni og reynt að hamla réttvísinni í málum sem vörðuðu samband hans við Monicu Lewinsky og áreitni við fyrrum starfsmann Arkansas-fylkis, Paulu Jones, sem ákærði hann.

Forsetaferill

Bill Clinton hefur verið lýst sem nýdemókrata.[1] Nokkur af stefnumálum hans, til dæmis fríverslunarsamningur Norður-Ameríku og velferðarumbætur, hafa verið tengd við miðjuflokksstefnu[2] en það er stefna sem gengur að stórum hluta út á að samtvinna hægristefnu og vinstristefnu innan markaðsmála og samfélagsmála. Annars hafa flest stefnumál hans verið vinstra megin.Í valdatíð Clintons var lengsta vaxtatímabil á friðartímum innan hagkerfis Bandríkjanna frá upphafi.[3][4]Clinton var fyrsti forsetinn síðan Franklin D. Roosevelt var og hét til að verða endurkjörinn forseti og þar með þjóna tvö heil kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna.

Eftir forsetaembætti

Þegar Clinton hætti sem forseti sýndu kannanir að fleiri voru ánægðari með störf hans en nokkurs annars forseta síðan í Seinni heimsstyrjöldinni[5]. Hann hefur verið virkur í mannúðarmálum sem og ræðumennsku. Hann stofnaði líknarsjóðinn William J. Clinton Foundation til að vekja athygli á alþjóðamálum eins og meðferð og úrræði við HIV/AIDS og hnattrænni hlýnun. Árið 2004 gaf hann út sjálfsævisöguna „My Life“ og tók auk þess þátt í forsetaframboði konu sinnar, Hillary Clinton, árið 2008. Síðar tók hann þátt í forsetaframboði Barack Obama árið 2009. Sama ár var Bill Clinton kjörinn sérstakur sendifulltrúi til Haítí[6] og árið 2010 stofnaði hann, ásamt George W. Bush, líknarsjóðinn Clinton Bush Haiti Fund.

Monica-Lewinsky hneykslið

Bill Clinton átti í kynferðislegu sambandi við 22 ára gamla stúlku, Monica Lewinsky, árið 1995. Hún var lærlingur innan Hvíta hússins. Rannsókn á málinu varð á endanum til þess að Bill Clinton var dreginn fyrir landsdóm árið 1998 sökum þess að hann laug til um málið þegar hann var eiðsvarinn. Hann var síðar sýknaður eftir 21 daga réttarhöld þingsins árið 1999.

Whitewater ádeilan

Whitewater hneykslið vísar til þess þegar Bill og Hillary Clinton áttu í fasteignaviðskiptum með viðskiptafélögum sínum, Jim McDougal og konu hans, Susan McDougal, varðandi fyrirtæki þeirra, Whitewater Development Corporation. Þetta viðskiptatækifæri mistókst og rannsókn á málinu árið 1993 leiddi í ljós að Bill Clinton, sem ríkisstjóri Arkansas, hafði þrýst á David Hale til að lána McDougal hjónunum $300.000. Clinton hjónin hafa ekki verið ákærð fyrir þátttöku sína í þessu máli og halda fram sakleysi sínu.

Fyrirrennari:
George H. W. Bush
Forseti Bandaríkjanna
(1993 – 2001)
Eftirmaður:
George W. Bush


Heimildir

  1. „Bill Clinton, New Democrat“. DLC. 25. júlí 2004. Sótt 14. október 2010.
  2. Safire, William (6. desember 1993). „Essay; Looking Beyond Peace“. New York Times. Sótt 14. október 2010.
  3. Baker, Peter (3. febrúar 2008). „Bill Clinton's Legacy“. The Washington Post. Sótt 14. október 2010.
  4. „Bill Clinton“. History.com. Sótt 14. október 2010.
  5. "Historical Presidential Approval Ratings - End Of Term Plus Current Ratings“. Uspolitics.about.com. Sótt 14. október 2010.
  6. „Bill Clinton to be UN Haiti envoy“. BBC News. BBC. 19. maí 2009. Sótt 14. október 2010.




  Þetta æviágrip sem tengist sögu og stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Snið:Tengill ÚG