„Hans Wingaard Friis“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Pmt (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Hans Wingaard Friis''' ([[12. janúar]] [[1870]] – [[1936]]) var [[Noregur|norskur]] verslunarmaður og fiski-báturhafi í [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]].
'''Hans Wingaard Friis''' ([[12. janúar]] [[1870]] – [[1936]]) var [[Noregur|norskur]] [[útgerðarmaður]] og kaupsýslumaður frá [[Álasund|Álasundi]] sem stundaði útgerð frá [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]] um nokkurra ára skeið í upphafi 20. aldar.

Hann hafði efnast í Noregi á veiðum og verkun [[Síld|saltsíldar]] og [[saltfiskur|saltfisks]] og árið 1904 kom hann til Íslands og gerði út [[Línuveiðiskip|línuveiðibáta]] frá Hafnarfirði. Var hann frumkvöðull í þeim veiðum og í kjölfarið fóru fleiri að stunda veiðar á línubátum þaðan. Friis fékk viðurkenningu frá Noregskonungi fyrir frumkvöðlastarf sitt. Fyrirtæki hans varð gjaldþrota árið [[1909]] í kjölfar verðfalls árið áður og flutti hann þá til Bandaríkjanna og bjó þar uns hann lést í [[Seattle]] árið 1936.

Friis var [[Ljósmyndun|áhugaljósmyndari]] og tók mikið af myndum í Hafnarfirði og á fleiri útgerðarstöðum þar sem Norðmenn voru fyrirferðarmiklir, eins og [[Siglufjörður|Siglufirði]], [[Seyðisfjörður|Seyðisfirði]] og [[Reyðarfjörður|Reyðarfirði]]. Í glerplötusafni hans, sem varðveitt er í Álasundii, er meðal annars elsta myndasyrpa frá Siglufirði sem vitað er um. Hann myndaði einnig íþróttamót, [[konungskoman 1907|konungskomuna 1907]] og fleira og þykir safn hans merkilegt, en það var óþekkt hérlendis til skamms tíma. Sýning á Íslandsmyndum hans var haldin á vegum [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafns Íslands]] 2007 og í tengslum við hana kom út ljósmyndabókin ''Auga gestsins'' sem hafði að geyma margar af myndum Friis.

== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://www.thjodminjasafn.is/syningar/sersyningar/eldri-syningar/nr/922|titill=Auga gestsins. Á vef Þjóðminjasafns Íslands, skoðað 14. júlí 2012.}}
* {{vefheimild|url=http://www.thjodminjasafn.is/syningar/farandsyningar/nr/3221|titill=Með augum gestsins. Á vef Þjóðminjasafns Íslands, skoðað 14. júlí 2012.}}


{{stubbur|æviágrip}}
[[Flokkur:Norðmenn|Friis, Hans Wingaard]]
[[Flokkur:Norðmenn|Friis, Hans Wingaard]]
{{fde|1870|1936|Friis, Hans Wingaard}}
{{fde|1870|1936|Friis, Hans Wingaard}}

Útgáfa síðunnar 14. júlí 2012 kl. 09:42

Hans Wingaard Friis (12. janúar 18701936) var norskur útgerðarmaður og kaupsýslumaður frá Álasundi sem stundaði útgerð frá Hafnarfirði um nokkurra ára skeið í upphafi 20. aldar.

Hann hafði efnast í Noregi á veiðum og verkun saltsíldar og saltfisks og árið 1904 kom hann til Íslands og gerði út línuveiðibáta frá Hafnarfirði. Var hann frumkvöðull í þeim veiðum og í kjölfarið fóru fleiri að stunda veiðar á línubátum þaðan. Friis fékk viðurkenningu frá Noregskonungi fyrir frumkvöðlastarf sitt. Fyrirtæki hans varð gjaldþrota árið 1909 í kjölfar verðfalls árið áður og flutti hann þá til Bandaríkjanna og bjó þar uns hann lést í Seattle árið 1936.

Friis var áhugaljósmyndari og tók mikið af myndum í Hafnarfirði og á fleiri útgerðarstöðum þar sem Norðmenn voru fyrirferðarmiklir, eins og Siglufirði, Seyðisfirði og Reyðarfirði. Í glerplötusafni hans, sem varðveitt er í Álasundii, er meðal annars elsta myndasyrpa frá Siglufirði sem vitað er um. Hann myndaði einnig íþróttamót, konungskomuna 1907 og fleira og þykir safn hans merkilegt, en það var óþekkt hérlendis til skamms tíma. Sýning á Íslandsmyndum hans var haldin á vegum Þjóðminjasafns Íslands 2007 og í tengslum við hana kom út ljósmyndabókin Auga gestsins sem hafði að geyma margar af myndum Friis.

Heimildir

  • „Auga gestsins. Á vef Þjóðminjasafns Íslands, skoðað 14. júlí 2012“.
  • „Með augum gestsins. Á vef Þjóðminjasafns Íslands, skoðað 14. júlí 2012“.