„Síðpönk“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Vigdisfreyja (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Vigdisfreyja (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 17: Lína 17:


=== Síð-pönk á Íslandi ===
=== Síð-pönk á Íslandi ===
Í byrjun [[1981-1990|níunda áratugarins]] fór að bera á síð-pönk tónlist á Íslandi. Fyrirbærið var einnig kallað depró-pönk og var í mörgum tilfellum erfitt að greina það frá tónlist [[nýbylgjutónlist|nýbylgjunnar]] en sú síðarnefnda náði meiri vinsældum hér á landi. Það er þó hæpið að telja að hljómsveitin [[Þeyr]] hafi spilað [[nýbylgjutónlist]] því þó að upphaf hennar hafi einkennst af fönkuðu popprokki í anda [[1971-1980|áttunda áratugarins]], þá átti sveitin fljótt eftir að afmarka stíl sinn frekar. [[Þeyr]] fóru að halla sér að tónlist í dimmari kantinum og sóttu innblástur frá síð-pönk sveitum á borð við [[Joy Division]]. [[Þeyr]] tældu áheyrendur ekki fram á dansgólfið, heldur var dulúðleg stemning sköpuð með sterkum trommuleik [[Sigtryggur Baldursson|Sigtryggs Baldurssonar]], skerandi gítarhljóðum og andstuttum söngstíl Magnúsar Guðmundssonar. Tónlistin átti það til að láta næmt fólk finna fyrir einskonar hugleiðslu og minnti að því leyti á [[sýrurokk]]ið, þótt stemningin væri drungalegri og magnaðari. Í sumum lögum af plötu þeirra ''Mjötviður Mær'', sem kom út árið 1981, var fjallað um [[nasismi|nasisma]] og notkun þeirra á [[hakakross]]um varð til þess að orð fór af [[Þeyr|Þeysurum]] sem [[fasismi|nýfasistum]], þó að sveitin héldi því sjálf fram að slíkt væri túlkun þeirra á and-[[fasismi|fasisma]]. Vinátta meðlima við ensku síð-pönk sveitina [[Killing Joke]] spratt upp orðrómi um einhverskonar samruna hljómsveitanna beggja, en eftir stutta utanlandsför kváðust [[Þeyr]] ætla í frí sem þeir snéru aldrei aftur úr.<ref>Gestur Guðmundsson, ''Rokksaga Íslands frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna 1955-1990.'', (Reykjavík: Forlagið, 1990), bls. 199-200.</ref>


== Stíll ==
== Stíll ==

== Arfleið ==


== Tengt efni ==
== Tengt efni ==

Útgáfa síðunnar 6. mars 2012 kl. 23:02

Síð-pönk (e. post-punk) er rokk tónlistarstefna sem átti upptök sín á seinni hluta áttunda áratugar tuttugustu aldar. Hún var ein af þeim mörgu tónlistargreinum sem spruttu út frá pönkbyltingunni árið 1977. Fyrstu síð-pönk hljómsveitirnar sóttu innblástur sinn í hráa hljóm pönksins en í stað þess að reyna að herma eftir honum fóru þær að skapa tilraunakenndari hljóm, oft með áhrifum frá raftónlist, súrkálsrokki, fönki, dubtónlist og tilraunakenndu rokki. Greinin var ólíkt hliðstæðu sinni, svokallaðri nýbylgjutónlist, á þann hátt að síð-pönkið fjallaði oftar um alvarlegri málefni og var ekki eins poppvænt. Síð-pönkið varð síðan með helstu forverum öðruvísi rokks á níunda áratugnum.[1] Klassísk dæmi um hljómsveitir sem spiluðu síð-pönk eru Joy Division, New Order, The Cure, Talking Heads, Siouxsie and the Banshees, Public Image Ltd., Echo and The Bunnymen og tónlistarmaðurinn Nick Cave.[2]

Saga

Á meðan fyrsta bylgja pönksins stóð yfir, frá um 1975-1977, fóru hljómsveitir eins og Sex Pistols, The Clash og Ramones að ögra ríkjandi stílvenjum rokktónlistar með áherslum á hraðari takta og árásargjarnari hljóma. Með pólítískum eða uppreisnagjörnum lagatextum breiddist þessi hugmyndafræði svo um heiminn, en náði mestu fylgi í enskumælandi löndum eins og Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Breska pönkið var síðan dregið inn í klofin stjórnmál samfélagsins og það mætti segja að um 1979 hafði það eytt sjálfu sér með því að skiptast í nýjungagjarnari stefnur. Áhrifum pönks hefur þó verið að gæta í tónlistariðnaðinum allar götur síðan, til dæmis með útbreiðslu sjálfstæðra plötufyrirtækja sem setti einmitt svip sinn á framvindu síð-pönksins.[3]

Hugtakið „post-punk“ var fyrst notað árið 1977 af tónlistartímaritinu Sounds og var með því ætlað að lýsa hljómi bresku sveitarinnar Siouxsie and the Banshees[4], en hún byrjaði sem pönksveit og tók stóran þátt í því að beina því í átt að síð-pönkinu með djarfri takt- og hljóð-tilraunastarfsemi.[5]

Síð-pönk á Íslandi

Í byrjun níunda áratugarins fór að bera á síð-pönk tónlist á Íslandi. Fyrirbærið var einnig kallað depró-pönk og var í mörgum tilfellum erfitt að greina það frá tónlist nýbylgjunnar en sú síðarnefnda náði meiri vinsældum hér á landi. Það er þó hæpið að telja að hljómsveitin Þeyr hafi spilað nýbylgjutónlist því þó að upphaf hennar hafi einkennst af fönkuðu popprokki í anda áttunda áratugarins, þá átti sveitin fljótt eftir að afmarka stíl sinn frekar. Þeyr fóru að halla sér að tónlist í dimmari kantinum og sóttu innblástur frá síð-pönk sveitum á borð við Joy Division. Þeyr tældu áheyrendur ekki fram á dansgólfið, heldur var dulúðleg stemning sköpuð með sterkum trommuleik Sigtryggs Baldurssonar, skerandi gítarhljóðum og andstuttum söngstíl Magnúsar Guðmundssonar. Tónlistin átti það til að láta næmt fólk finna fyrir einskonar hugleiðslu og minnti að því leyti á sýrurokkið, þótt stemningin væri drungalegri og magnaðari. Í sumum lögum af plötu þeirra Mjötviður Mær, sem kom út árið 1981, var fjallað um nasisma og notkun þeirra á hakakrossum varð til þess að orð fór af Þeysurum sem nýfasistum, þó að sveitin héldi því sjálf fram að slíkt væri túlkun þeirra á and-fasisma. Vinátta meðlima við ensku síð-pönk sveitina Killing Joke spratt upp orðrómi um einhverskonar samruna hljómsveitanna beggja, en eftir stutta utanlandsför kváðust Þeyr ætla í frí sem þeir snéru aldrei aftur úr.[6]

Stíll

Arfleið

Tengt efni

Tilvísanir

  1. „Post-punk“, Rateyourmusic Skoðað 29. febrúar 2012.
  2. „Explore: Post-punk (Top Artists)“, Allmusic Skoðað 2. mars 2012.
  3. Savage, Jon. „Punk“, Encyclopædia Britannica. Skoðað 3. mars 2012.
  4. Thompson, Dave. Alternative rock (Backbeat Books, 2000) bls. 60.
  5. Ankeny, Jason. „Siouxsie and the Banshees“, Allmusic Skoðað 3. mars 2012.
  6. Gestur Guðmundsson, Rokksaga Íslands frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna 1955-1990., (Reykjavík: Forlagið, 1990), bls. 199-200.

Heimildir

  • „Explore: Post-punk“, Allmusic. Höfundur óþekktur. Skoðað 26. febrúar 2012.
  • „Explore: Post-punk (Top Artists)“, Allmusic. Höfundur óþekktur. Skoðað 2. mars 2012.
  • Ankeny, Jason. „Siouxsie and the Banshees“, Allmusic Skoðað 3. mars 2012.
  • Erlewine, Stephen Thomas. „Post-punk“, Allmusic. Skoðað 26. febrúar 2012.
  • Gestur Guðmundsson (1990). Rokksaga Íslands frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna 1955-1990. Forlagið. ISBN 9979-53-015-4.
  • „Post-punk“, Rateyourmusic. Höfundur óþekktur. Skoðað 29. febrúar 2012.
  • Savage, Jon. „Punk“, Encyclopædia Britannica. Skoðað 3. mars 2012.
  • Thompson, Dave (2000). Alternative rock. Backbeat Books. ISBN 0879306076.

Erlendir tenglar

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.