„Ítalía“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
MerlIwBot (spjall | framlög)
m Vélmenni: Bæti við: vep:Italii
MystBot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (Vélmenni: Bæti við: zu:Italiya
Lína 404: Lína 404:
[[zh-min-nan:Italia]]
[[zh-min-nan:Italia]]
[[zh-yue:意大利]]
[[zh-yue:意大利]]
[[zu:Italiya]]

Útgáfa síðunnar 6. mars 2012 kl. 15:07

Repubblica italiana
Lýðveldið Ítalía
Fáni Ítalíu Skjaldarmerki Ítalíu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
ekkert
Þjóðsöngur:
Il Canto degli Italiani
Staðsetning Ítalíu
Höfuðborg Róm
Opinbert tungumál ítalska (einnig þýska í Suður-Týról og franska í Ágústudal m.m.)
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti
Forsætisráðherra
Giorgio Napolitano
Mario Monti
Stofnun
 • Sameining 17. mars 1861 
 • Stofnun lýðveldis 1. janúar 1948 
Evrópusambandsaðild 25. mars 1957
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
71. sæti
301.230 km²
2,4
Mannfjöldi
 • Samtals (2005)
 • Þéttleiki byggðar
23. sæti
58.462.375
197/km²
VLF (KMJ) áætl. 2005
 • Samtals 1.620.454 millj. dala (8. sæti)
 • Á mann 27.984 dalir (21. sæti)
VÞL 0.940 (17. sæti)
Gjaldmiðill Evra (€)
Tímabelti UTC+1 (UTC+2 á sumrin)
Þjóðarlén .it
Landsnúmer +39

Ítalía er land í Suður-Evrópu. Landið liggur aðallega á Appenínaskaga sem gengur til suðausturs út í Miðjarðarhafið og minnir í lögun dálítið á stígvél. Að norðan nær landið allt upp í Alpafjöll. Lönd sem liggja að Ítalíu eru Frakkland, Sviss, Austurríki og Slóvenía. Einnig eru tvö sjálfstæð ríki umlukin af Ítalíu; San Marínó (sem er nálægt austurströndinni og Rímíní) og Vatíkanið eða Páfagarður, sem er hluti af Róm. Rómaborg er höfuðborgin og stærsta borgin. Hún er ein af söguríkustu og merkustu borgum Evrópu og er stundum kölluð „borgin eilífa“. Aðrar stórar borgir eru til dæmis Mílanó, Flórens, Genúa, Tórínó, Feneyjar, Veróna, Bologna, Rímíní, Napólí og Palermó. Gjaldmiðillinn er evra síðan 1999 en var áður líra. Íbúar eru um 58 milljónir og landið er þrisvar sinnum stærra en Ísland.

Saga

Á Ítalíu hafa komið upp mörg menningarsamfélög frá því í fornöld en hugmyndin um Ítalíu sem ríki var þó ekki til fyrr en með sameiningu Ítalíu (risorgimento) um miðja 19. öld. Þrátt fyrir það er alvanalegt að fjalla um sem hluta sögu Ítalíu hluti eins og sögu Stór-Grikklands (Magna Graecia), sögu Rómaveldis, miðaldir, þegar Býsans, Frankaveldi og fleiri tókust á um yfirráð á skaganum, sögu borgríkjanna á Norður-Ítalíu og ítölsku endurreisnina.

Sameining Ítalíu

Nútímaríkið Ítalía varð til 17. mars 1861 þegar meirihluti borgríkjanna á Ítalíuskaganum sameinuðust í eitt konungsríki undir stjórn konungs af Savoja-ættinni, Viktors Emmanúels 2., eftir yfir þrjátíu ára baráttu. Fyrst um sinn stóðu Róm og nærliggjandi héruð utan við ríkið þar sem þau töldust hluti Páfaríkisins (Patrimonium Petri) en 20. september 1870 var borgin hertekin eftir stutt átök og gerð að höfuðborg. Afleiðing þessa varð sú að páfinn neitaði að viðurkenna Ítalíu sem ríki fram að Lateransamningunum 1929.

Fyrri heimsstyrjöld og fasisminn

Ítalía barðist með bandamönnum gegn Þjóðverjum og Austurríkismönnum í fyrri heimsstyrjöldinni. Samkvæmt Versalasamningnum fengu Ítalir ekki landssvæðið Fiume (Rijeka), þar sem Króatía er í dag, sem þeir gerðu tilkall til. Vonbrigði og erfiðleikar millistríðsáranna, auk ótta við mögulega byltingu bolsévika, leiddu til fæðingar fasismans og valdatöku Benito Mussolinis eftir Rómargönguna 1922. Mussolini varð einræðisherra 1925 og ríkti sem slíkur til 1943. Á tímum fasismans stundaði Ítalía árásargjarna heimsvaldastefnu gagnvart Albaníu, Líbýu, Eþíópíu og Sómalíu og studdi falangista í Spænsku borgarastyrjöldinni. Ítalía gerði bandalag við Þýskaland Hitlers (Stálbandalagið) og varð eitt af Öxulveldunum í Síðari heimsstyrjöldinni. Eftir fullnaðarsigur bandamanna í styrjöldinni var ný stjórnarskrá samin og lýst yfir stofnun lýðveldis árið 1948.

Lýðveldisstofnunin

Margir stjórnmálamenn sem höfðu haft embætti í fasistastjórinni gengu í endurnýjun lífdaga í nýstofnuðum miðjuflokki, Kristilega demókrataflokknum sem fór síðan óslitið með völd til 1993.

Ítalía varð félagi í NATO árið 1949 og gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum 1955. Mikill vöxtur var í efnahagslífinu frá 1958 til 1963 og Ítalía var ekki lengur með fátækustu þjóðum Evrópu (Ítalska efnahagsundrið). Á 8. áratugnum bar mikið á misskiptingu auðs og hryðjuverkum af hálfu vinstri- og hægrisinnaðra öfgahópa (Blýárin). Einnig bar mikið á misvægi milli Suður-Ítalíu, þar sem efnahagslífið var bundið við landbúnað, stöðnun ríkti og skipulögð glæpastarfsemi blómstraði, og hinnar iðnvæddu og ríku Norður-Ítalíu, þar sem efnahagslífið byggði á framleiðsluiðnaði.

„Annað lýðveldið“

Árið 199293 fór fram víðtæk rannsókn á spillingu í ítölskum stjórnmálum (Mani pulite) sem batt endi á valdatíma Kristilegra demókrata. Þetta gerðist á sama tíma og Ítalir tókust á við efnahagslegar og stjórnarfarslegar umbætur sem voru undanfari þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu. Spillingarrannsóknin skapaði stjórnmálakreppu sem ruddi brautina fyrir stjórnmálaferil fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvios Berlusconis, og myndun nokkurs konar „tvíflokkakerfis“ þar sem tvö stór kosningabandalög, hvort um sig myndað úr einum stórum miðjuflokki og smærri flokkum á vinstri og hægri væng stjórnmálanna, takast á í kosningum.

Landafræði

Mynd tekin úr alþjóðlegu geimstöðinni af eldgosi í Etnu árið 2002.

Ítalía er að stærstum hluta langur skagi (Appennínaskagi) sem skagar langt út í Miðjarðarhafið, auk tveggja stórra eyja; Sikileyjar og Sardiníu. Skaginn og eyjarnar afmarka hafsvæði eins og Adríahaf austan við skagann, Jónahaf í suðaustri, Tyrrenahaf í vestri og Lígúríuhaf í norðvestri.

Norðurlandamæri Ítalíu eru í Alpafjöllunum, en frá þeim liggja Appennínafjöllin eftir endilöngum skaganum. Hæsti tindur Ítalíu er Mont Blanc (4.810 m) en hæsti tindur Appennínafjallanna er Gran Sasso (2.912 m).

Stærsta samfellda undirlendi Ítalíu er Pódalurinn þar sem áin rennur ásamt þverám sínum úr Alpafjöllunum, Appennínafjöllunum og Dólómítunum 652 km leið út í Adríahaf. Önnur þekkt fljót á Ítalíu eru Arnó, Adige og Tíberfljót.

Á Ítalíu eru nokkur virkustu eldfjöll Evrópu eins og Etna, Vesúvíus og Strombólí. Jarðskjálftar eru ekki óalgengir og þó nokkur jarðhiti er á mörgum stöðum.

Stjórnsýslueiningar

Ítalía skiptist í tuttugu héruð (regioni) sem hvert hefur sinn höfuðstað. Fimm héraðanna (Friúlí, Sardinía, Sikiley, Trentínó og Ágústudalur) hafa takmarkaða sjálfsstjórn sökum menningarlegrar sérstöðu. Héruðin skiptast í nokkrar sýslur (province) sem aftur skiptast í mörg sveitarfélög (comuni) sem árið 2001 voru 8.101 talsins.

Héruð

Hérað Nafn á ítölsku Höfuðstaður
Ágústudalur Valle d'Aosta Aosta
Fjallaland Piemonte Tórínó
Langbarðaland Lombardia Mílanó
Trentínó-Suður-Týról Trentino-Alto Adige Trento og Bolzano
Venetó Veneto Feneyjar
Friúlí Friuli-Venezia Giulia Trieste
Lígúría Liguria Genúa
Mynd:Emilia-Romagna-Bandiera.png Emilía-Rómanja Emilia-Romagna Bologna
Toskana Toscana Flórens
Marke Marche Ankóna
Úmbría Umbria Perugia
Latíum Lazio Róm
Abrútsi Abruzzo Aquila
Kampanía Campania Napólí
Mólíse Molise Campobasso
Basilíkata Basilicata Potenza
Apúlía Puglia Barí
Kalabría Calabria Catanzaro
Sikiley Sicilia Palermó
Sardinía Sardegna Cagliari

Stjórnmál

Ítalska þinghúsið, Montecitorio, í Róm.
Palazzo Chigi er stjórnarhöllin í Róm.

Ítalía er lýðveldi með fulltrúalýðræði og þingræði eftir að ákveðið var að leggja ítalska konungdæmið niður í þjóðaratkvæðagreiðslu 2. júní 1946. Stjórnarskrá Ítalíu sem kveður á um stjórnskipan lýðveldisins gekk í gildi 1. janúar 1948.

Forseti Ítalíu er þjóðhöfðingi landsins og er kjörinn af sameinuðu þingi til sjö ára í senn. Forsetinn má ekki sitja lengur en eitt kjörtímabil og ekki verða forseti annað sinn. Forsetinn er fulltrúi einingar þjóðarinnar og á að tryggja að stjórnarskrá sé fylgt þegar hann undirritar lög frá þinginu. Forsetanum ber einnig að bera undir þingið lagafrumvörp sem fengið hafa tiltekinn fjölda undirskrifta almennings, en með þeim hætti geta almennir borgarar knúið fram að lagafrumvörp séu tekin fyrir á þinginu.

Ítalska þingið skiptist í tvær deildir: fulltrúadeild, þar sem 630 fulltrúar sitja og öldungadeild þar sem sitja 315 kjörnir fulltrúar auk öldungadeildarþingmanna sem skipaðir eru ævilangt. Kjördæmin eru 26 talsins, nokkurnveginn eftir héruðum; Langbarðaland greinist í þrjú kjördæmi, Fjallaland, Venetó, Latíum, Kampanía og Sikiley skiptast í tvö. Þessi héruð kjósa 618 þingmenn til fulltrúadeildarinnar, 12 þingmenn til viðbótar eru kosnir af ítölskum ríkisborgurum sem búa erlendis. Til öldungadeildarinnar er kosið eftir sambærilegum kjördæmum, þar sem sitja 315 kjörnir fulltrúar þar af sex fyrir ítalska ríkisborgara sem búa erlendis. Auk þeirra sitja öldungadeildarþingmenn til lífstíðar sem forsetinn skipar og geta verið fimm talsins auk fyrrum forseta lýðveldisins. Hvert löggjafarþing getur setið hámark fimm ár en eftir það er boðað til þingkosninga.

Ríkisstjórn Ítalíu fer með framkvæmdavaldið og skiptist í þrennt: forsætisráðherra Ítalíu, ráðherra og ríkisstjórnina sjálfa sem er fundur eða ráð fyrrnefndra stofnana.

Dómsvaldið er á mörgum dómstigum en æðst þeirra er stjórnlagadómstóll Ítalíu sem dæmir um það hvort lög standist stjórnarskrána. Æðstaráð dómsvaldsins er æðsta vald í málefnum dómsvaldsins og sér um skipan dómara. Ráðið er skipað að 1/3 dómurum sem tilnefndir eru af þinginu og að 2/3 af dómurum sem kjörnir eru af stofnunum dómsvaldsins. Þannig er reynt að tryggja sem mest sjálfstæði dómsvaldsins gagnvart bæði framkvæmdavaldinu og löggjafarvaldinu.

Efnahagslíf

Kauphöllin í Mílanó.
Ferðamenn í Feneyjum.

Ítalía er eitt af átta helstu iðnríkjum heims og áttunda stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum, Kína, Japan, Indlandi, Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi. Samkvæmt Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu er Ítalía sjötti stærsti útflytjandi heims á sviði framleiðsluvara.

Langstærstur hluti fyrirtækja á Ítalíu eru lítil eða mjög lítil fyrirtæki. Ítölsk stórfyrirtæki eru yfirleitt í eigu fjölskyldna stofnendanna eða erlendra fjárfesta. Hugmyndin um almenningshlutafélag í dreifðri eign hefur ekki notið fylgis á Ítalíu og ítalskir sparifjáreigendur þykja yfirleitt íhaldssamir.

Sterk skil eru á milli Norður- og Suður-Ítalíu hvað efnahagslíf varðar. Mestöll iðnvæðing á Ítalíu frá því á 19. öld fór fram í norðurhlutanum og þar eru langflest framleiðslufyrirtækin með starfsemi sína. Mílanó er þannig réttnefnd efnahagsleg höfuðborg Ítalíu og þar er ítalska verðbréfaþingið staðsett. Efnahagslíf suðurhlutans byggðist aftur á móti á landbúnaði og þar er enn í dag meira atvinnuleysi og vanþróaðra efnahagslíf þrátt fyrir margar tilraunir til að efla atvinnulíf með ýmsum aðgerðum meðal annars með ríkisreknum iðnfyrirtækjum. Skilin á milli hins ríka norðurhluta og vanþróaða suðurhluta hafa þó haft tilhneigingu til þess að færast suður á bóginn með árunum.

Auk framleiðsluiðnaðar er ferðaþjónusta mikilvæg atvinnugrein á Ítalíu sem er í fjórða sæti (á eftir Frakklandi, Spáni og Bandaríkjunum) hvað varðar fjölda heimsókna erlendra ferðamanna á ári (yfir 39 milljónir).

Ítalía flytur inn langstærstan hluta hráefnis og 75% orku sem nýtt eru í landinu.

Frá upphafi 10. áratugar 20. aldar hefur ítalska ríkið reynt að halda jafnvægi í ríkisfjármálum í tengslum við aðildina að Evrópubandalaginu og með því hefur tekist að halda verðbólgu og vöxtum niðri. Ítalíu tókst þannig að uppfylla öll skilyrðin fyrir aðild að myntbandalagi Evrópu og tók upp evru í stað lírunnar árið 1999. Ýmis vandamál plaga þó ríkisfjármálin, svo sem mikil og landlæg skattsvik og skuldir ríkisins sem námu 107,4% af landsframleiðslu árið 2006.

Menning

Rústir hringleikahússins í Róm eftir Bernardo Bellotto frá 1742-1747.

Allt frá tímum Etrúra og Rómaveldis hefur framlag Ítalíu til heimsmenningarinnar verið gríðarlegt. Mikilvægi ítalskrar menningar hefur meðal annars stafað af því að þar var miðpunktur Rómaveldis, þar hefur páfinn, höfuð hins rómversk-kaþólska heims, verið staðsettur lengst af og þar kom endurreisnin upp sem markaði þáttaskil milli miðalda og nýaldar. Ítalía er það land sem geymir flestar heimsminjar á Heimsminjaskrá UNESCO (41).

Á tímum Rómaveldis var latína opinbert tungumál, en á Ítalíuskaganum voru töluð mörg tungumál; rómönsk, púnversk, etrúsk og gallversk. Ítalska þróaðist út frá ýmsum latneskum mállýskum á miðöldum. Elstu merki um hana er að finna í textum frá 10. öld en hún varð fyrst viðurkennd sem bókmenntamál með verkum rithöfunda á borð við Dante Alighieri, Giovanni Boccaccio og Francesco Petrarca á 13. og 14. öld.

Langflestir Ítalir aðhyllast rómversk-kaþólska kristni og þótt kaþólska kirkjan sé ekki lengur opinber trúarbrögð á Ítalíu þá eru ítök kaþólsku kirkjunnar mjög mikil í ítölsku samfélagi. Innflytjendur frá löndum eins og Albaníu og Marokkó (sem eru samanlagt um 1,4% íbúa landsins) hafa flutt með sér íslam, en á Ítalíu eru líka nokkuð öflugt og aldagamalt samfélag gyðinga auk hinna ýmsu trúfélaga mótmælenda.


Snið:Tengill ÚG Snið:Tengill ÚG