„Regnskógur“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Rezabot (spjall | framlög)
Obersachse (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 69: Lína 69:
[[pt:Floresta húmida]]
[[pt:Floresta húmida]]
[[qu:Paray sach'a-sach'a]]
[[qu:Paray sach'a-sach'a]]
[[ro:Selvă]]
[[roa-tara:Vosche chiovose]]
[[roa-tara:Vosche chiovose]]
[[ru:Сельва]]
[[ru:Дождевой лес]]
[[rue:Доджовый лїс]]
[[rue:Доджовый лїс]]
[[sah:Ардахтаах тыа]]
[[sah:Ардахтаах тыа]]

Útgáfa síðunnar 1. febrúar 2012 kl. 18:00

Regnskógur í Malasíu.

Regnskógur er skógi vaxið búsvæðabelti þar sem meðalúrkoma er meiri en 1500 mm á ári og er meiri en uppgufun. Einkenni regnskóga er gríðarlega fjölbreytt lífríki bæði jurta og dýra. Aðeins 6% jarðar eru þakin regnskógi en helmingur allra dýra- og jurtategunda heims lifir þar. Regnskógar framleiða úðaefni sem eru mikilvæg fyrir skýjamyndun og hafa þannig áhrif á hitastig á jörðinni. Að auki taka regnskógar upp mikið af koltvísýringi og framleiða súrefni og hafa þannig mikil áhrif á samsetningu andrúmsloftsins.

Stærstu regnskógar heims eru í kringum Amasónfljótið (Amasónfrumskógurinn), í Níkaragva, á stóru svæði frá suðurhluta JúkatanskagaEl Peten og Belís í Mið-Ameríku, á stórum svæðum í Afríku við miðbaug, frá KamerúnAustur-Kongó, á svæðum í Suðaustur-Asíu frá Mjanmar til Indónesíu og Papúu-Nýju Gíneu, í austurhluta Queensland í Ástralíu og í sumum hlutum Bandaríkjanna. Utan hitabeltisins er regnskóga að finna í Bresku Kólumbíu, suðausturhluta Alaska, vesturhluta Óregon og Washington, vesturhluta Kákasus, hlutum Balkanskaga, Nýja Sjálandi, Tasmaníu og austurhluta Ástralíu.

Tenglar

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.