„Juvenalis“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Rezabot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: hu:Decimus Iunius Iuvenalis
ChessBOT (spjall | framlög)
m r2.5.4) (Vélmenni: Bæti við: diq:Decimus Iunius Iuvenalis
Lína 29: Lína 29:
[[da:Juvenal]]
[[da:Juvenal]]
[[de:Juvenal]]
[[de:Juvenal]]
[[diq:Decimus Iunius Iuvenalis]]
[[el:Γιουβενάλης]]
[[el:Γιουβενάλης]]
[[en:Juvenal]]
[[en:Juvenal]]

Útgáfa síðunnar 23. desember 2011 kl. 20:17

Decimus Junius Juvenalis var rómverskt skáld og höfundur satíra seint á 1. öld og snemma á 2. öld.

Afar lítið er vitað um ævi hans og fornar ævisögur hans eru almennt ótraustverðar. Juvenalis er m.a. þekktur fyrir að hafa lýst rómverskri alþýðu svo að hún sæktist fyrst og fremst eftir „brauði og leikum“ (panem et circenses).

Vitað er að hann hafi verið frá Aquinum. Sjálfur lýsir hann sér sem miðaldra manni Þegar fyrsta satíra hans kom út, einhvern tímann á 1. áratug 1.aldar. Ekki er vitað til þess að hann hafi verið að störfum eftir árið 127. Um tíma var hann fátækur og upp á auðmenn Rómaborgar kominn. Hann varð aldrei frægur; eini samtímamaður hans sem getur hans í ljóði er vinur hans, skáldið Martíalis.

Varðveitt verk hans eru 16 satírur ortar undir sexliðahætti. Í satírum sínum dregur Juvenalis upp mynd af reiði og fyrirlitningu í garð náungans. Þetta er ómetanleg innsýn í rómverskt gildismat og siðgæði, ef ekki rómverskan raunveruleika. Satírur hans eru oft dónalegar, einkum satíran „Um konur“. Satírurnar veita einnig ómetanlegar upplýsingar um útlendinga í Róm og matarvenjur og skemmtanir ríka fólksins.

Juvenalis kann að hafa gegnt herþjónustu undir stjórn Gnaeusi Juliusi Agricola, og leitt herflokk dalmatískra viðbótarhermanna í Bretlandi árið 78. Þekking hans á egypskum siðum gefur vísbendingu um að hann hafi einnig búið í Egyptalandi um tíma, ef til vill í útlegð.

Tengt efni

Tenglar

  • „Hvers konar skáldskapur er ljóðasafnið Satírur eftir rómverska skáldið Júvenalis?“. Vísindavefurinn.
  • Satírur Juvenalis á The Latin Library
  • Satírur Juvenalis á latínu ásamt enskri þýðingu G. G. Ramsay

Heimild

Fyrirmynd greinarinnar var „Juvenal“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. október 2005.