„Sveitarfélagið Vogar“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 14: Lína 14:
Vefsíða= http://www.vogar.is/|
Vefsíða= http://www.vogar.is/|
}}
}}
<onlyinclude>'''Sveitarfélagið Vogar''' (áður '''Vatnsleysustrandarhreppur''') er [[sveitarfélag]] á norðanverðum [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]]. Flestir íbúar sækja vinnu annars staðar, t.d til [[Reykjavík]]ur eða [[Keflavík]]ur en áður byggðist atvinnulífið að mestu á sjósókn. Í sveitarfélaginu er byggðarlagið [[Vogar]], þar búa 1.245 manns. Víkin sem þorpið stendur í heitir Vogavík en þorpið hét áður Kvíguvogar og [[Vogastapi]] sunnan þorpsins hét Kvíguvogabjörg. Í [[Stakksfjörður|Stakksfirði]] undan Vogastapa voru góð fiskimið, sem hétu Gullkistan.</onlyinclude> Vogar eru í 14km fjarlægð frá Reykjanesbæ og 25km fjarlægð frá Hafnarfirði.
<onlyinclude>'''Sveitarfélagið Vogar''' (áður '''Vatnsleysustrandarhreppur''') er [[sveitarfélag]] á norðanverðum [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]]. Flestir íbúar sækja vinnu annars staðar, t.d til [[Reykjavík]]ur eða [[Keflavík]]ur en áður byggðist atvinnulífið að mestu á sjósókn. Í sveitarfélaginu er byggðarlagið [[Vogar]], þar búa 1.161 manns. Víkin sem þorpið stendur í heitir Vogavík en þorpið hét áður Kvíguvogar og [[Vogastapi]] sunnan þorpsins hét Kvíguvogabjörg. Í [[Stakksfjörður|Stakksfirði]] undan Vogastapa voru góð fiskimið, sem hétu Gullkistan.</onlyinclude> Vogar eru í 14km fjarlægð frá Reykjanesbæ og 25km fjarlægð frá Hafnarfirði.


Staðhættir Voga eru þeir að byggðin er á mjórri ræmu meðfram ströndinni, þó ekki samfelld. Nokkrir bændur voru nokkuð á undan sinni samtíð og urðu brautryðjendur á ýmsan hátt. Bóndi nokkur í Vogum keypti hafskip, sendi það til Spánar með fisk og keypti útgerðarvörur í staðinn. Þá var annar bóndi á [[Vatnsleysuströnd]] sem kom fyrstur manna fram með þá hugmynd að friða [[Faxaflói|Faxaflóa]] fyrir erlendum fiskveiðiskipum.
Staðhættir Voga eru þeir að byggðin er á mjórri ræmu meðfram ströndinni, þó ekki samfelld. Nokkrir bændur voru nokkuð á undan sinni samtíð og urðu brautryðjendur á ýmsan hátt. Bóndi nokkur í Vogum keypti hafskip, sendi það til Spánar með fisk og keypti útgerðarvörur í staðinn. Þá var annar bóndi á [[Vatnsleysuströnd]] sem kom fyrstur manna fram með þá hugmynd að friða [[Faxaflói|Faxaflóa]] fyrir erlendum fiskveiðiskipum.

Útgáfa síðunnar 23. desember 2011 kl. 09:34

Sveitarfélagið Vogar
Skjaldarmerki Sveitarfélagið Vogar
Staðsetning
Staðsetning
LandÍsland
KjördæmiSuðurkjördæmi
ÞéttbýliskjarnarVogar
Stjórnarfar
 • BæjarstjóriÁsgeir Eiríksson
Flatarmál
 • Samtals164 km2
 • Sæti50. sæti
Mannfjöldi
 (2023)
 • Samtals1.396
 • Sæti28. sæti
 • Þéttleiki8,51/km2
Póstnúmer
190
Sveitarfélagsnúmer2506
Vefsíðahttp://www.vogar.is/

Sveitarfélagið Vogar (áður Vatnsleysustrandarhreppur) er sveitarfélag á norðanverðum Reykjanesskaga. Flestir íbúar sækja vinnu annars staðar, t.d til Reykjavíkur eða Keflavíkur en áður byggðist atvinnulífið að mestu á sjósókn. Í sveitarfélaginu er byggðarlagið Vogar, þar búa 1.161 manns. Víkin sem þorpið stendur í heitir Vogavík en þorpið hét áður Kvíguvogar og Vogastapi sunnan þorpsins hét Kvíguvogabjörg. Í Stakksfirði undan Vogastapa voru góð fiskimið, sem hétu Gullkistan. Vogar eru í 14km fjarlægð frá Reykjanesbæ og 25km fjarlægð frá Hafnarfirði.

Staðhættir Voga eru þeir að byggðin er á mjórri ræmu meðfram ströndinni, þó ekki samfelld. Nokkrir bændur voru nokkuð á undan sinni samtíð og urðu brautryðjendur á ýmsan hátt. Bóndi nokkur í Vogum keypti hafskip, sendi það til Spánar með fisk og keypti útgerðarvörur í staðinn. Þá var annar bóndi á Vatnsleysuströnd sem kom fyrstur manna fram með þá hugmynd að friða Faxaflóa fyrir erlendum fiskveiðiskipum.

Strax á landnámsöld kemur staðurinn við sögu. Jörðin Stóru-Vogar var höfuðból um aldir og fylgdu því mörg smábýli. Á öldum áður var hálfkirkja í Vogum en sóknarkirkja sveitarinnar er á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd.

Margir fallegir staðir eru í nágrenni Voga svo sem Kálfatjarnarkirkja, Staðarborg, Vogastapi og Vogatjörn.

Kálfatjarnarkirkja er sóknarkirkja Vogabúa og er hún á Vatnsleysuströnd. Kirkjan var vígð þann 13.júní árið 1893 og var ein stærsta sveitakirkja á landinu en hún rúmaði öll sóknarbörnin í einu. Umhverfi hennar á sér merka sögu en hlaðan Skjaldbreið sem hlaðin var snemma á 19.öld stendur á hlaðinu við kirkjuna. Kirkjan þykir mikil völundarsmíð en Guðmundur Jakobsson húsasmíðameistari (1860-1933) var forsmiður og Þorkell Jónsson bóndi í Móakoti sá um tréverk og útskurð. Nikolaj Sófus Bertelsen (1855-1915) sá um að mála kirkjuna en hann málaði einnig Iðnó og Dómkirkjuna. Altaristaflan er eftirmynd af altaristöflu Dómkirkjunnar en Sigurður Guðmundsson (1833-1874) málaði hana árið 1866. Upprisan er á altaristöflu Kálfatjarnarkirkju. Talið er að kirkja hafi verið á Kálfatjörn frá upphafi en Kálfatjarnarkirkja er talin upp í kirknatali Páls biskups frá 1200. Kirkjan er friðuð.


Heimild

  • Árni Óla (1961). Strönd og Vogar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík.

Tenglar

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.