„Trans fólk“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 12: Lína 12:
Þar sem kynferði fólks er ekki síður félagslegt en líffræðilegt, er félagslega breytingin ekki minni heldur en sú líffræðilega. Þannig þurfa kynskiptingar að axla nýtt félagslegt hlutverk, sem nær allt frá því að breyta færslu í [[þjóðskrá]] yfir í að hætta að fara á karlaklósett og fara á kvennaklósett í staðinn, eða öfugt. Auk þess þarf kynhegðun vanalega að breytast í samræmi við nýjan líkama.
Þar sem kynferði fólks er ekki síður félagslegt en líffræðilegt, er félagslega breytingin ekki minni heldur en sú líffræðilega. Þannig þurfa kynskiptingar að axla nýtt félagslegt hlutverk, sem nær allt frá því að breyta færslu í [[þjóðskrá]] yfir í að hætta að fara á karlaklósett og fara á kvennaklósett í staðinn, eða öfugt. Auk þess þarf kynhegðun vanalega að breytast í samræmi við nýjan líkama.


{{stubbur}}


[[Flokkur:Kyn]]
[[Flokkur:Kyn]]

Útgáfa síðunnar 20. nóvember 2011 kl. 13:27

Kynskiptingur (transi, transa) er manneskja sem skiptir um kynferði (e. transsexual) og/eða kyngervi (e. transgender)

Algeng ástæða fyrir því að fólk skiptir um kyn er að það telji sig vera í „röngum líkama“ — upplifi sig og hugsi til dæmis sem kona en sé samt líffræðilegur karl. Fólk sem þannig er ástatt um velur stundum leið kynskiptingar. Taka ber fram að þetta tengist ekki endilega kynhneigð.

Hormónameðferð

Kynleiðrétting hefst á hormónameðferð. Hún stendur lengi yfir (mánuði eða misseri) og á þeim tíma þarf viðkomandi að taka inn kynhormón kynsins sem á að breyta yfir í. Við meðferðina tekur viðkomandi á sig viss líkamleg einkenni hins kynsins. Ef kona vill verða karl þarf hún þannig að taka inn testósterón og við það ætti m.a. skeggvöxtur að hefjast og vöðvar að stækka. Ef karl ætlar að verða að konu tekur hann inn estrógen og prógesterón, sem m.a. minnka eða stöðva skeggvöxt og láta brjóst byrja að myndast.

Skurðaðgerð

Eftir nógu langan hormónakúr er skurðaðgerð framkvæmd. Við hana er kynfærum breytt, svo og öðrum hlutum líkamans svo hann verði líkari líkama hins kynsins. Sumt helst óbreytt; til dæmis eru trönsur áfram með adamsepli á barkanum og hafa ekki blæðingar eins og flestar konur. Mjaðmagrind ekki breytt og æxlunarfæri virka ekki til æxlunar. Vegna þess að ekki er hægt að eiga við DNA samsettingu kynlitinganna.

Félagslegi þátturinn

Þar sem kynferði fólks er ekki síður félagslegt en líffræðilegt, er félagslega breytingin ekki minni heldur en sú líffræðilega. Þannig þurfa kynskiptingar að axla nýtt félagslegt hlutverk, sem nær allt frá því að breyta færslu í þjóðskrá yfir í að hætta að fara á karlaklósett og fara á kvennaklósett í staðinn, eða öfugt. Auk þess þarf kynhegðun vanalega að breytast í samræmi við nýjan líkama.