„Vestrómverska keisaradæmið“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
KamikazeBot (spjall | framlög)
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: ia:Imperio roman de occidente
Lína 36: Lína 36:
[[hr:Zapadno Rimsko Carstvo]]
[[hr:Zapadno Rimsko Carstvo]]
[[hu:Nyugatrómai Birodalom]]
[[hu:Nyugatrómai Birodalom]]
[[ia:Imperio roman de occidente]]
[[id:Kekaisaran Romawi Barat]]
[[id:Kekaisaran Romawi Barat]]
[[it:Impero romano d'Occidente]]
[[it:Impero romano d'Occidente]]

Útgáfa síðunnar 12. nóvember 2011 kl. 08:53

Vestrómverska keisaradæmið árið 395.

Vestrómverska keisaradæmið eða Vestrómverska ríkið náði yfir vesturhluta Rómaveldis og varð sérstakt ríki eftir skiptingu Rómaveldis í austur og vestur. Skipting ríkisins átti sér ekki stað í einum hvelli. Diocletianus keisari lagði grunninn að skiptingunni árið 286. Theodosius 1. var síðasti keisarinn sem ríkti yfir öllu Rómaveldi. Hann lést árið 395 og eftir það var skiptingin óafturkræf.

Vestrómverska ríkið leið formlega undir lok 4. september árið 476 þegar germanski herforinginn Odoacer neyddi Romulus Augustus, síðasta keisara Vestrómverska ríkisins, til að láta af völdum. Óformlega hefur verið miðað við að fall ríkisins hafi verið árið 480 þegar Julius Nepos lést, en hann hélt völdum á litlu svæði í Dalmatíu og var viðurkenndur sem vestrómverskur keisari af keisara Austrómverska ríkisins. Austrómverska ríkið var mun langlífara en það vestrómverska, og stóð allt til ársins 1453.

Ýmsir germanskir þjóðflokkar tóku við völdum á þeim svæðum sem tilheyrt höfðu Vestrómverska ríkinu; Austgotar stofnuðu ríki á Ítalíuskaganum, Vestgotar á Íberíuskaganum, Vandalar í Norður-Afríku og Frankar í Gallíu.

Venjan er að miða upphaf miðalda við endalok Vestrómverska ríkisins.

Snið:Tengill GG