„Félagsvísindi“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
<onlyinclude>
<onlyinclude>
'''Félagsvísindi''' er flokkur [[vísindagrein]]a sem fást við [[rannsókn]]ir á [[samfélag]]i manna. Innan félagsvísinda eru þannig jafnan taldar greinar á borð við [[félagsfræði]] og [[mannfræði]] og eftir atvikum aðrar greinar eins og [[stjórnmálafræði]], [[kynjafræði]], [[sálfræði]], [[lögfræði]], [[viðskiptafræði]], [[hagfræði]], [[sagnfræði]], [[landfræði]] og [[samskiptafræði]]. Stundum eru þessar síðarnefndu greinar þó taldar til annarra flokka eins og [[hugvísindi|hugvísinda]] (t.d. sagnfræði) eða [[heilbrigðisvísindi|heilbrigðisvísinda]] (t.d. sálfræði). Félagsvísindi eru því regnhlífarhugtak yfir ýmsar greinar sem ekki teljast til [[náttúruvísindi|náttúruvísinda]] og eiga það sameiginlegt að fjalla um manninn og mannleg samfélög. Upphaf félagsvísinda má rekja til félagsfræðinga [[19. öldin|19. aldar]] eins og [[Auguste Comte]], [[Émile Durkheim]], [[Karl Marx]] og [[Max Weber]].</onlyinclude>
'''Félagsvísindi''' er flokkur [[vísindagrein]]a sem fást við [[rannsókn]]ir á [[samfélag]]i manna. Innan félagsvísinda eru þannig jafnan taldar greinar á borð við [[félagsfræði]] og [[mannfræði]] og eftir atvikum aðrar greinar eins og [[stjórnmálafræði]], [[kynjafræði]], [[sálfræði]], [[lögfræði]], [[viðskiptafræði]], [[hagfræði]], [[sagnfræði]], [[landfræði]] og [[samskiptafræði]]. Stundum eru þessar síðarnefndu greinar þó taldar til annarra flokka eins og [[hugvísindi|hugvísinda]] (t.d. sagnfræði) eða [[heilbrigðisvísindi|heilbrigðisvísinda]] (t.d. sálfræði). Félagsvísindi eru því regnhlífarhugtak yfir ýmsar greinar sem ekki teljast til [[náttúruvísindi|náttúruvísinda]] og eiga það sameiginlegt að fjalla um manninn og mannleg samfélög. Upphaf félagsvísinda má rekja til félagsfræðinga [[19. öldin|19. aldar]] eins og [[Auguste Comte]], [[Émile Durkheim]], [[Karl Marx]] og [[Max Weber]].</onlyinclude>

==Saga félagsvísinda==
Félagsvísindi spruttu upp úr [[heimspeki upplýsingarinnar]] (einkum [[siðfræði]]) eins og hún þróaðist á [[19. öldin|19. öld]] undir áhrifum frá [[Franska byltingin|Frönsku byltingunni]] og [[iðnbyltingin|iðnbyltingunni]] sem hvort tveggja hafði mikil áhrif á samfélags- og stjórnmálaþróun tímabilsins. Fyrstu félagsvísindamennirnir hugðust beita [[vísindaleg aðferð|vísindalegum aðferðum]] til að greina og leysa samfélagsvandamál í þágu [[framfarahyggja|framfara]]. Franski heimspekingurinn Auguste Comte var þannig bæði höfundur hugtaksins ''sociologie'' og [[pósitívismi|pósitívismans]]. Það var þó einkum Durkheim sem gerði félagsfræði að formlegri vísindagrein, aðgreindri frá heimspeki, og skilgreindi hvað fælist í [[aðferðir félagsvísinda|félagsfræðilegri aðferð]].
{{stubbur}}


== Greinar félagsvísinda ==
== Greinar félagsvísinda ==

Útgáfa síðunnar 4. september 2011 kl. 22:19

Félagsvísindi er flokkur vísindagreina sem fást við rannsóknir á samfélagi manna. Innan félagsvísinda eru þannig jafnan taldar greinar á borð við félagsfræði og mannfræði og eftir atvikum aðrar greinar eins og stjórnmálafræði, kynjafræði, sálfræði, lögfræði, viðskiptafræði, hagfræði, sagnfræði, landfræði og samskiptafræði. Stundum eru þessar síðarnefndu greinar þó taldar til annarra flokka eins og hugvísinda (t.d. sagnfræði) eða heilbrigðisvísinda (t.d. sálfræði). Félagsvísindi eru því regnhlífarhugtak yfir ýmsar greinar sem ekki teljast til náttúruvísinda og eiga það sameiginlegt að fjalla um manninn og mannleg samfélög. Upphaf félagsvísinda má rekja til félagsfræðinga 19. aldar eins og Auguste Comte, Émile Durkheim, Karl Marx og Max Weber.

Saga félagsvísinda

Félagsvísindi spruttu upp úr heimspeki upplýsingarinnar (einkum siðfræði) eins og hún þróaðist á 19. öld undir áhrifum frá Frönsku byltingunni og iðnbyltingunni sem hvort tveggja hafði mikil áhrif á samfélags- og stjórnmálaþróun tímabilsins. Fyrstu félagsvísindamennirnir hugðust beita vísindalegum aðferðum til að greina og leysa samfélagsvandamál í þágu framfara. Franski heimspekingurinn Auguste Comte var þannig bæði höfundur hugtaksins sociologie og pósitívismans. Það var þó einkum Durkheim sem gerði félagsfræði að formlegri vísindagrein, aðgreindri frá heimspeki, og skilgreindi hvað fælist í félagsfræðilegri aðferð.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Greinar félagsvísinda

* Stundum talin til náttúruvísinda
** Stundum talin til hugvísinda
*** Stundum talin til heilbrigðisvísinda