„Þorsteinn Gylfason“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Dequeue (spjall | framlög)
→‎Þýðingar: Sprek af reka (1993)
Ekkert breytingarágrip
Lína 33: Lína 33:
* ''Að hugsa á íslenzku'' ([[1996]])
* ''Að hugsa á íslenzku'' ([[1996]])
* ''Réttlæti og ranglæti'' ([[1998]])
* ''Réttlæti og ranglæti'' ([[1998]])
* ''Innlit hjá Kant. Um Gagnrýni hreinnar skynsemi, eftir Immanuel Kant'' ([[2005]])
* ''Sál og mál'' ([[2006]])
* ''Sál og mál'' ([[2006]])


=== Þýðingar ===
=== Þýðingar ===
* [[Søren Kierkegaard]], ''[[Endurtekningin]]'' ([[1966]]/[[2000]]).
* [[Søren Kierkegaard]], ''[[Endurtekningin]]'' ([[1966]]/[[2000]]).
* [[John Stuart Mill]], ''[[Frelsið]]'' ([[1970]]) (ásamt Jóni H. Aðalsteinssyni).
* [[John Stuart Mill]], ''[[Frelsið]]'' ([[1970]]) (ásamt [[Jón Hnefill Aðalsteinsson|Jóni H. Aðalsteinssyni]]).
* [[Platon]], ''[[Faídon]]'' ([[1972]]).
* [[Platon]], ''[[Faídon]]'' ([[1972]]).
* Ýmsir höfundar, ''Sprek af reka'' ([[1993]])
* Ýmsir höfundar, ''Sprek af reka'' ([[1993]]) — Ljóð.
* Ýmsir höfundar, ''Söngfugl að sunnan'' ([[2000]])
* Ýmsir höfundar, ''Söngfugl að sunnan'' ([[2000]]) — Ljóð.
* [[René Descartes]], ''[[Hugleiðingar um frumspeki]] ([[2001]]).
* [[René Descartes]], ''[[Hugleiðingar um frumspeki]] ([[2001]]).



Útgáfa síðunnar 18. ágúst 2011 kl. 10:41

Íslensk heimspeki
Heimspeki 20. aldar
Nafn: Þorsteinn Gylfason
Fædd/ur: 12. ágúst 1942Reykjavík á Íslandi)
Dáin/n: 16. ágúst 2005 (63 ára) (í Reykjavík á Íslandi)
Skóli/hefð: Rökgreiningarheimspeki, mannamálsheimspeki
Helstu ritverk: Tilraun um manninn; Tilraun um heiminn; Að hugsa á íslenzku; Réttlæti og ranglæti; Sál og mál
Helstu viðfangsefni: málspeki, hugspeki, stjórnspeki, réttlætiskenningar
Markverðar hugmyndir: sannmæliskenningin um réttlæti, smættanleiki sálfræðinnar, sigurverksskýringar, orðalagsvandinn
Áhrifavaldar: Ludwig Wittgenstein, W.V.O. Quine, Gilbert Ryle, John Rawls, J.L. Austin, Thomas S. Kuhn, Karl Popper, Bertrand Russell, Sören Kierkegaard, Martin Heidegger

Þorsteinn Gylfason (12. ágúst 1942 í Reykjavík á Íslandi16. ágúst 2005 í Reykjavík) var íslenskur heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands. Hann fékkst einkum við stjórnmálaheimspeki, hugspeki og málspeki.

Foreldrar Þorsteins voru Gylfi Þ. Gíslason, prófessor og ráðherra, og Guðrún Vilmundardóttir. Bræður Þorsteins voru Vilmundur Gylfason og Þorvaldur Gylfason, prófessor. Þorsteinn var ókvæntur og barnlaus.

Nám og störf

Þorsteinn brautskráðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1961 og hélt þaðan í nám til Bandaríkjanna. Hann lauk námi í heimspeki frá Harvard háskóla árið 1965 en stundaði framhaldsnám og rannsóknir í heimspeki við Magdalen College í Oxford háskóla á Bretlandi árin 1965-1971.

Þorsteinn kenndi heimspeki við Háskóla Íslands frá því að byrjað var að kenna þar heimspeki til B.A.-prófs. Hann hóf að kenna við skólann árið 1971, varð lektor árið 1973, dósent árið 1983 og prófessor árið 1989. Hann var mikill nýyrðasmiður og bjó til mörg orð sem notuð eru um heimspeki á íslensku. Þorsteinn var líka mikilvirkur þýðandi og þýddi fjölda heimspekiverka og ljóða. Hann hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1997 fyrir bók sína Að hugsa á íslenzku. Þorsteinn var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu af Forseta Íslands árið 1994.

Þorsteinn stofnaði ritröðina Lærdómsrit Hins íslenzka bókmenntafélags og ritstýrði henni í 27 ár. Hann stofnaði einnig ritröðina Íslensk heimspeki (Philosophia Islandica) sem er einnig gefin út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Þorsteinn var forstöðumaður Heimspekistofnunar Háskóla Íslands árin 1982-1991 og var kjörinn heiðursfélagi í Félagi áhugamanna um heimspeki á aðalfundi þess þann 17. mars 2004. Þakkarræðu Þorsteins má nálgast á Heimspekivef Háskóla Íslands. Í ræðunni fjallar Þorsteinn m.a. um heimspekiáhuga sinn frá bernsku.

Helstu ritverk

Bækur

  • Tilraun um manninn (1970)
  • Þrætubókarkorn (1981) (ásamt Peter Geach)
  • Tilraun um heiminn (1992)
  • Að hugsa á íslenzku (1996)
  • Réttlæti og ranglæti (1998)
  • Innlit hjá Kant. Um Gagnrýni hreinnar skynsemi, eftir Immanuel Kant (2005)
  • Sál og mál (2006)

Þýðingar

Heimildir

Tenglar