„Anders Behring Breivik“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Coolcool (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 6: Lína 6:


== Árásirnar ==
== Árásirnar ==
Hryðjuverkaárásir Anders Breiviks voru tvíþættar. Í fyrsta lagi sprenging í miðborg Oslóar og svo fjöldamorð með skotvopni á eyjunni [[Útey]] í [[Buskerud]]. Í árásunum báðum létu samtals 76 {{heimild vantar}} manns lífið, 8 í sprengingunni og 68 í skotárásunum á Útey. Lögreglan segir að hann hafi staðið einn að tilræðinu en getur ekki fullyrt að hann hafi ekki átt sér vitorðsmann eða fleiri.
Hryðjuverkaárásir Anders Breiviks voru tvíþættar. Í fyrsta lagi sprenging í miðborg Oslóar og svo fjöldamorð með skotvopni á eyjunni [[Útey]] í [[Buskerud]]. Í árásunum báðum létu samtals 76 [http://www.mbl.is/frettir/erlent/2011/07/25/tala_latinna_laekkar/] manns lífið, 9 í sprengingunni og 68 í skotárásunum á Útey. Lögreglan segir að hann hafi staðið einn að tilræðinu en getur ekki fullyrt að hann hafi ekki átt sér vitorðsmann eða fleiri.


== Stefnuyfirlýsingar og greiningar ==
== Stefnuyfirlýsingar og greiningar ==

Útgáfa síðunnar 26. júlí 2011 kl. 12:22

Mynd:Anders Behring Breivik (Facebook portrait in suit).jpg
Fjöldamorðinginn Andres Behring Breivik

Anders Behring Breivik (fæddur 13. febrúar 1979[1] í Osló) er norskur hryðjuverkamaður sem bar ábyrgð á hinum tvískiptu hryðjuverkaárásum í Noregi 22. júlí 2011[2]. Talið er að hann hafi staðið einn að árásunum.

Fjölskylda og menntun

Anders Behring Breivik er sonur Jens Breivik, borgarverkfræðings og síðar sendiherra í London og París og Wenche (fædd Behring), sem starfaði áður sem hjúkrunarkona. Þau skildu þegar hann var eins árs. Anders ólst upp í Osló, gekk í Smestad barnaskóla, gagnfræðaskólanum Ris og útskrifaðist úr verslunarskóla Oslóar (Oslo Handelsgymnasium).

Árásirnar

Hryðjuverkaárásir Anders Breiviks voru tvíþættar. Í fyrsta lagi sprenging í miðborg Oslóar og svo fjöldamorð með skotvopni á eyjunni Útey í Buskerud. Í árásunum báðum létu samtals 76 [1] manns lífið, 9 í sprengingunni og 68 í skotárásunum á Útey. Lögreglan segir að hann hafi staðið einn að tilræðinu en getur ekki fullyrt að hann hafi ekki átt sér vitorðsmann eða fleiri.

Stefnuyfirlýsingar og greiningar

Breivik gaf út 1500 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu sem hann nefndi: „2083 - A European Declearance of Independence“ (2083 - Sjálfstæðisyfirlýsing Evrópu). Í henni lýsir hann pólitískum skoðunum sínum, andstöðu sinni gegn fjölmenningarstefnu og því sem hann kallar „menningar-marxisma“ ásamt „íslamsvæðingu“ sem hann telur vera að leggja vestræna siðmenningu undir sig. Hlutar af stefnuýsingu hans er breyttur texti úr stefnulýsingu bandaríska hryðjuverkamannsins og „græna anarkistans“ Theodore Kaczynski[3], þar má nefna skilgreiningar Kaczynskis á því sem hann kallaði "fjöldasálfræði vinstrisinna". Breivik telur ekki unnt að snúa við íslamsvæðingu Vesturlanda nema með því að fjarlægja stjórnmálaöflin sem heimila hana. Breivik sendi stefnuyfirlýsinguna á persónuleg tölvupóstföng vina sinna og skoðanabræðra, en nú hefur hún komist í almenna dreifingu á netinu.

Anders Breivik hefur verið lýst sem „öfgahægrimanni[4] [5], „kristnum bókstafstrúarmanni“ og „nýnasista“ af lögreglu og fjölmiðlum. Sjálfur segist hann vera hófsamlega kristinn[6], hafa óbeit á nasistum og Hitler, sé á móti þrælahaldi og aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku eins og hún var. [7].

Tengt efni

Tilvísanir

  1. „Modest boy who became a mass murderer“. Sótt 24. júlí 2011.
  2. „Öryggislögreglan kannaði bakgrunn Breiviks“. Sótt 24. júlí 2011.
  3. „Fjöldamorðinginn stal texta af þekktum hryðjuverkamanni“. Sótt 24. júlí 2011.
  4. Norway attacks: We can no longer ignore the far-right threat; grein í Guradian.co.uk 2011
  5. Norway killer: many within far-right share Anders Breivik's ideas; grein í The Telegraph 2011
  6. 2083 - A European Declearance of Independance
  7. „Skulle drepe 4848 nordmenn“. Sótt 24. júlí 2011.
  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.