„Bæjaraland“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Breyti: war:Bayern
Idioma-bot (spjall | framlög)
m r2.6.3) (robot Bæti við: pfl:Bayan
Lína 157: Lína 157:
[[pam:Bavaria]]
[[pam:Bavaria]]
[[pdc:Bavaari]]
[[pdc:Bavaari]]
[[pfl:Bayan]]
[[pl:Bawaria]]
[[pl:Bawaria]]
[[pms:Baviera]]
[[pms:Baviera]]

Útgáfa síðunnar 5. júlí 2011 kl. 11:51

Fáni Bæjaralands Skjaldarmerki Bæjaralands
Flagge von Bayern
Flagge von Bayern
Landeswappen Bayern
Kjörorð
Upplýsingar
Opinbert tungumál: þýska
Höfuðstaður: München
Stofnun:
Flatarmál: 70.551,57 km²
Mannfjöldi: 12.494.781 (31. mars 2009)
Þéttleiki byggðar: 177,5/km²
Vefsíða: Bayern.de
Stjórnarfar
Forsætisráðherra: Horst Seehofer (CSU)
Lega

Bæjaraland (eða Býjaraland) (þýska: Freistaat Bayern, enska og latneska: Bavaria) er syðsta sambandsland Þýskalands. Það er næstfjölmennasta sambandslandið með 12,4 milljón (á eftir Norðurrín-Vestfalíu). Höfuðborgin er München. Bæjaraland liggur að sambandslöndunum Baden-Württemberg í vestri, Hessen í norðvestri, Þýringalandi (Thüringen) og Saxlandi (Sachsen) í norðri. Auk þess á Bæjaraland landamæri að Tékklandi í norðaustri og Austurríki í suðri. Allra syðst eru Alpafjöll. Aðrar náttúru- og menningarperlur má nefna kastalann Neuschwanstein, skíðabæinn Garmisch-Partenkirchen, meginhluti Dónár innan Þýskalands, Zugspitze (hæsta fjall Þýskalands), miðaldabæinn Rothenburg ob der Tauber, o.m.fl.

Orðsifjar

Orðið Bayern er upprunnið af hinum gallneska þjóðflokk bojara (Bajuwaren) sem fluttust inn í héraðið frá Bæheimi eftir fall Rómaveldis. Brátt var héraðið kallað Baiern, en Lúðvík I konungur Bæjara lét breyta rithættinum í Bayern um 1833 er hann innleiddi bókstafinn y úr gríska stafrófinu (sonur hans var þá konungur Grikklands).

Fánar og skjaldarmerki

Bæjaraland á sér tvö flögg. Blá-hvítu tíglarnir og blá-hvítu rendurnar. Það var Lúðvík I konungur Bæjaralands sem innleiddi þau bæði á 19. öld. Næstelsti sonur hans varð konungur Grikklands 1833 og þar eru þjóðarlitirnir blár og hvítur. Því ákvað hann að þetta skyldu einnig vera litir Bæjaralands. Skjaldarmerkið samanstendur af 6 táknum. Gullna ljónið sem er tákn fyrir Wittelsbach-ættina. Tindarnir þrír standa fyrir héröðin í Frankalandi. Bláa dýrið stendur fyrir kjarnasvæðið, Altbayern. Svörtu ljónin þrjú standa fyrir Sváfaland (Schwaben). Blá-hvítu tíglarnir standa fyrir Bæjaraland sem sambandsland. Loks er kórónan efst, en hún stendur fyrir frelsi fólksins eftir að konungdómurinn lagðist niður í Bæjaralandi 1918.

Saga Bæjaralands

Suðurhluti landsins var hluti Rómaveldis til forna. Eftir fall Rómverja fluttust germanskir bajuvarar inn í héraðið og blönduðust leifum Rómverja og öðrum germönum. Héraðið var nefnt Bayern (Bæjaraland) eftir þeim. Bæjaraland var hluti af stórríki Karlamagnúsar og lenti í austasta ríkinu (Austrien) er því var skipt og varð Bæjaraland hertogadæmi. Upp úr því myndaðist víðáttumikið landnám til austurs, inn í núverandi Austurríki, sem nefnt var Ostmark (Ostarichi) og síðar Austurríki. Bayern er hertogadæmi til 1806 er Napoleon breytti því í konungsríki. Lúðvík I konungur gerði München að lista- og háskólaborg. Konungdómurinn lagðist niður 1918 eftir tapið í heimstyrjöldinni fyrri og breyttist í fríríki innan Weimar-lýðveldisins. Eftir seinni heimstyrjöldina hertóku Bandaríkjamenn landið og héldu því til 1949, er Bæjaraland varð hluti af nýstofnuðu sambandslýðveldi Þýskalands.

Borgir

Röð Borg Íbúar Ath.
1 München 1,3 milljónir Höfuðborg Bæjaralands og 3. stærsta borg Þýskalands
2 Nürnberg 503 þús
3 Ágsborg 263 þús Á þýsku: Augsburg
4 Würzburg 133 þús
5 Regensburg 133 þús
6 Ingolstadt 123 þús
7 Fürth 114 þús
8 Erlangen 104 þús
9 Bayreuth 72 þús
10 Bamberg 69 þús

Heimildir

Fyrirmynd greinarinnar var „Bayern“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt janúar 2010.