„Lagrange-punktur“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Shb (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 20: Lína 20:
== Tilvísanir ==
== Tilvísanir ==
<references/>
<references/>

== Tenglar ==
* [http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/brautarherma-lagrange/ Stjörnufræðivefurinn: Brautarherma, Lagrange punktar og bundin snúningshreyfing]


[[Flokkur:Stjörnufræði]]
[[Flokkur:Stjörnufræði]]

Útgáfa síðunnar 24. júní 2011 kl. 17:50

Staðsetning Lagrange-punkta. Bláar örvar tákna jafnvægi krafta og rauðar tákna ójafnvægi. Lagrange-punktar fimm og fjögur eru mjög stöðugir, á meðan hinir þurfa sífellt að vega á móti kröftunum sem vega ofan og neðan á þá.

Lagrange-punktar[1] eru punktar þar sem að aðdráttarkraftar tveggja massa eru jafnir. Stærðfræðingurinn Joseph-Louis Lagrange fann þessa punkta, sem eru nefndir eftir honum. Lýsing á þeim birtist í riti hans Three body problem sem kom út árið 1772.

Kenningar Jóhannesar Keplers segja að því minni sem sporbaugur plánetu er, því hraðar ferðast hún eftir braut sinni. Lagrange bætti við hinsvegar, að sé hlutur staðsettur í vissum punkti bæði í þyngdarsviði sólar og plánetu, þá jafnist kraftarnir og ferð hlutarins sé þá jöfn hraða plánetunnar. Fimm Lagrange-punktar eru umhverfis sporbaug plánetunnar.

Fyrsti punkturinn er fyrir framan plánetuna. Í þeim punkti togar sólin sterkt í hlutinn en plánetan heldur aftur af sólinni og fær hlutinn til þess að ferðast hægar um sporbaug. Punkturinn er tilvalinn til þess að fylgjast með sólinni.

Fjarlægð Lagrange-punktar nr. 2 frá jörðu

Annar punkturinn er fyrir aftan plánetuna. Í þeim punkti togar sólin veikt í hlutinn, en plánetan bætir upp þyngdarkraftinn og fær hlutinn til þess að ferðast hraðar um sporbaug. Punkturinn er í hvarfpunkti við sólu og er því tilvalinn fyrir geimsjónauka.

Þriðji punkturinn er andspænis plánetunni á sporbaugi hennar. Samspil krafta plánetunnar og sólarinnar gera það að verkum að hluturinn ferðast á sama hraða og plánetan.

Fjórði og fimmti punkturinn liggja 60 gráður fyrir aftan eða á undan plánetunni á sporbaug sínum. Á þeim punktum togar sólin jafnt á hlutinn eins og á plánetuna. Bæði plánetan og hluturinn ferðast á sama hraða.

Heimildir

Tilvísanir

  1. „Hvenær verður næstu kynslóð geimsjónauka skotið á loft?“. Vísindavefurinn.

Tenglar

Snið:Link GA