„Klassísk tónlist“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Escarbot (spjall | framlög)
Idioma-bot (spjall | framlög)
m r2.6.3) (robot Bæti við: lt:Klasikinė muzika
Lína 66: Lína 66:
[[la:Musica classica]]
[[la:Musica classica]]
[[li:Klassieke muziek]]
[[li:Klassieke muziek]]
[[lt:Klasikinė muzika]]
[[lv:Klasiskā mūzika]]
[[lv:Klasiskā mūzika]]
[[mk:Класична музика]]
[[mk:Класична музика]]

Útgáfa síðunnar 18. maí 2011 kl. 15:26

Tónleikar með blásarasveit.

Klassísk eða sígild tónlist er tónlist sem samin er á klassíska tímabilinu í tónlistarsögunni, þ.e. á árunum 1750-1830 eða þar um bil.

Í daglegu tali er hugtakið klassísk tónlist þó notað um (vestræna) tónlist sem samin er frá því um 1100 til dagsins í dag. Yfirleitt er þá átt við einhverskonar „listræna tónlist“ til aðgreiningar frá öðrum tónlistarstefnum, s.s. þjóðlögum, jazz-, blús-, popp-, eða rokktónlist. Þessi skilgreining er þó óljós, bæði vegna þess að mörk milli tónlistarstefna eru oft ónákvæm og einnig er það misjafnt hvað mönnum finnst vera „listrænt“.

Einnig er hugtakið notað sem samheiti yfir nokkur tónlistarform, óháð því á hvaða tímabili tónlistarsögunnar verkin eru samin. Meðal þessara tónlistarforma eru:

Oft er tónlist líka sögð klassísk ef hún hefur elst vel eða staðist tímans tönn, þó hún sé samin undir öðrum tónlistarstefnum. Til dæmis er oft sagt að tónlist Bítlanna sé orðin klassísk.