„Íþróttafélagið Þór Akureyri“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ekkert breytingarágrip
Halli (spjall | framlög)
m Íþróttafélagið Þór færð á Íþróttafélagið Þór Akureyri: Fleiri félög bera heitið Þór
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 7. maí 2011 kl. 18:34

Íþróttafélagið Þór
Fullt nafn Íþróttafélagið Þór
Gælunafn/nöfn Þórsarar
Stytt nafn Þór
Stofnað 6. júní 1915
Leikvöllur Þórsvöllur
Stærð 984
Stjórnarformaður Sigfús Ólafur Helgason
Knattspyrnustjóri Páll Viðar Gíslason
Deild Pepsideild karla
2010 1.deild karla 2. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Íþróttafélagið Þór er íþróttafélag sem er starfrækt á Akureyri. Það var stofnað árið 1915 en árið 1928 rann það saman við Knattspyrnufélag Akureyrar og mynduðu Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA). Því samstarfi var slitið árið 1974 og urðu félögin aftur að Þór og KA. Innan félagsins eru stundaðar margar íþróttagreinar, meðal annars fótbolti, körfubolti og tae-kwon-do. Handboltadeild félagsins sameinaðist KA árið 2006 undir merkjum Akureyri Handboltafélag.

Saga

Íþróttafélagið Þór var stofnað 6. júní 1915, og er elsta starfandi íþróttafélag á Akureyri. Stofnandi félagsins var Friðrik Einarsson og var einnig fyrsti formaður þess. Friðrik var tæplega 15 ára gamall þegar hann stofnaði félagið, ásamt nokkrum öðrum 12-15 ára drengjum á Oddeyri. Í fyrstu hét félagið Íþróttafélag Oddeyringa, Þór. Drengirnir hófu æfingar strax við stofnun, undir stjórn Friðriks sem var óumdeildur leiðtogi hópsins.

Samkvæmt fyrstu lögum Þórs, sem samþykkt voru á stofnfundinum 6. júní 1915, gátu aðeins þeir orðið félagar sem voru á aldrinum 10-15 ára. "Undantekning verður veitt ef það er samþykkt á fundi" segir í lögunum. Aðeins drengir voru í félaginu framan af en fyrstu stúlkurnar gengu í Þór 14. janúar 1934, fimm talsins. Heimildir herma að innganga þeirra hafi mætt nokkurri andstöðu.

Athygli vekur að í þessum fyrstu lögum er skýrt tekið fram að þeir sem gangi í félagið megi hvorki neyta áfengistóbaks og þeir sem brjóta af sér þrisvar, svo upp komist, eru burtrækir úr félaginu. Þá er kveðið á um það að þeir, sem hylma yfir með félaga sem brýtur af sér, séu jafnsekir.

Knattspyrna Besta deild karla • Lið í Besta deild 2024 Flag of Iceland

Stjarnan • FH  • KR  • Víkingur  • Valur  • KA  
Breiðablik  • ÍA  • HK  • Grótta  • Fylkir  • Fjölnir

Leiktímabil í efstu deild karla (1918-2024) 

1918191919201921192219231924192519261927
1928192919301931193219331934193519361937
1938193919401941194219431944194519461947
1948194919501951195219531954195519561957
1958195919601961196219631964196519661967
1968196919701971197219731974197519761977
1978197919801981198219831984198519861987
1988198919901991199219931994199519961997
1998199920002001200220032004200520062007
2008200920102011201220132014201520162017
2018201920202021202220232024

MjólkurbikarinnLengjubikarinnPepsi Max deild
1. deild2. deild3. deild4. deild

----------------------------------------------------------------------------------------------
Mjólkurbikar kvennaLengjubikar kvennaMeistarakeppni kvenna
Úrvalsdeild kvenna1. deild kvenna2. deild kvenna
DeildakerfiðKSÍÍslandshorniðReykjavíkurmótiðFótbolti.net mótið
Handball pictogram Lið í Subway deild karla 2022-2023 Flag of Iceland

Grindavík  • Tindastóll  • ÍR  • Keflavík  • KR  • Njarðvík  •
Haukar  • Breiðablik  • Stjarnan  • Höttur  • Þór Þ.