„Málgjörð“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: sr:Говорни чин
VolkovBot (spjall | framlög)
m r2.5.1) (robot Bæti við: ko:언어행위
Lína 28: Lína 28:
[[iu:ᐅᖃᖅᑐᖅ/uqaqtuq]]
[[iu:ᐅᖃᖅᑐᖅ/uqaqtuq]]
[[ja:言語行為]]
[[ja:言語行為]]
[[ko:언어행위]]
[[lb:Sproochaktiounstheorie]]
[[lb:Sproochaktiounstheorie]]
[[lv:Runas akts]]
[[lv:Runas akts]]

Útgáfa síðunnar 4. maí 2011 kl. 05:45

Málgjörð er tækniheiti í heimspeki og málvísindum. Málgjörð er það sem menn gera með því að segja eitthvað. Hugtakið á rætur að rekja til breska heimspekingsins Johns L. Austin en hjá heimspekingunum Peter F. Strawson og John Searle merkir það meira og minna það sem Austin nefndi talfólgna athöfn. Talfólgin athöfn er ein tegund málgjörðar. Önnur tegund málgjörðar er talvaldandi athöfn.

Dæmi um málgjörðir

Talfólgin athöfn

Dæmi um talfólgna athöfn er þegar einhver segir „Ég lofa að mæta á réttum tíma“. Munurinn á þessari setningu og setningunni „Ég er að sjóða kartöflur“ er sá að seinni setningin er lýsing á því sem viðkomandi er að gera og sú lýsing er annaðhvort rétt eða röng eftir því hvort viðkomandi er raunverulega að sjóða kartöflur eða ekki. Aftur á móti er setningin „Ég lofa að mæta á réttum tíma“ ekki einungis lýsing á einhverri annarri athöfn sem viðkomandi er að framkvæma, heldur er athöfnin sjálf framkvæmd með því að segja setninguna; maður gefur loforð með því að segjast lofa.

Talvaldandi athöfn

Talvaldandi athöfn er ekki innifalin í þeirri athöfn að segja setningu, líkt og talfólgin athöfn. Öllu heldur eru talvaldandi athafnir fólgnar í áhrifunum sem tal okkar hefur, til dæmis þegar einhver hræðir annan með tali sínu: maður hræðir venjulega ekki aðra með því að segja „Ég hræði þig!“, almennt hefur maður ekki áhrif á áheyrendur sína með því að segjast hafa áhrif á þá. Aftur á móti hefur fólk áhrif hvort á annað með tali sínu og áhrifin kallast talvaldandi athafnir.

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.