„Hjónaband“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Escarbot (spjall | framlög)
m robot Fjarlægi: id:Pernikahan
Escarbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: rue:Манжелство
Lína 78: Lína 78:
[[ro:Căsătorie]]
[[ro:Căsătorie]]
[[ru:Брачный союз]]
[[ru:Брачный союз]]
[[rue:Манжелство]]
[[sah:Кэргэн буолуу]]
[[sah:Кэргэн буолуу]]
[[sh:Brak]]
[[sh:Brak]]

Útgáfa síðunnar 3. mars 2011 kl. 14:57

Sjintóbrúðkaup í Japan.

Hjónaband er sáttmáli, oftast siðferðilegur, trúarlegur og lagalegur, milli tveggja einstaklinga um samvistir og sameiginlega ábyrgð, þar sem einstaklingarnir ákveða að eyða ævinni saman og ala upp börn sín í sameiningu. Hjónaband fyrirfinnst í nánast öllum samfélögum manna, og jafnvel í elstu heimildum virðist sem hjónaband hafi verið orðið að hefð. Þótt ýmsir mannfræðingar hafi rannsakað hjónaband í mismunandi samfélögum er lítið vitað um uppruna þess.

Oft er haldin sérstök athöfn þegar tveir aðilar ganga í hjónaband og nefnist hún gifting, en eftir athöfnina er gjarnan haldin brúðkaupsveisla.

Í vestrænum löndum er yfirleitt um einkvæni að ræða, þar sem einn karlmaður og ein kona ganga í hjúskap og kallast þá eiginmaður og eiginkona, en í öðrum heimshlutum þekkist fjölkvæni, þar sem einn karlmaður gengur í hjúskap með mörgum konum. Einnig fyrirfinnst fjölveri, þar sem ein kona er í hjúskap með mörgum karlmönnum, en slíkt er þó mun óalgengara.

Á undanförnum árum hafa ýmis vestræn samfélög (þar á meðal Ísland), lögfest heimild samkynhneigðra til staðfesta sambúð með einstaklingi af sama kyni, sem er sambærilegt hjónabandi.

Tenglar

Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni