„Efnishyggja“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Thijs!bot (spjall | framlög)
m r2.6.3) (robot Bæti við: be:Матэрыялізм
SilvonenBot (spjall | framlög)
m r2.5.4) (robot Bæti við: hif:Materialism, rue:Матеріалізм
Lína 52: Lína 52:
[[he:מטריאליזם]]
[[he:מטריאליזם]]
[[hi:भौतिकवाद]]
[[hi:भौतिकवाद]]
[[hif:Materialism]]
[[hr:Materijalizam]]
[[hr:Materijalizam]]
[[hu:Materializmus]]
[[hu:Materializmus]]
Lína 72: Lína 73:
[[ro:Materialism]]
[[ro:Materialism]]
[[ru:Материализм]]
[[ru:Материализм]]
[[rue:Матеріалізм]]
[[sah:Материализм]]
[[sah:Материализм]]
[[sh:Materijalizam]]
[[sh:Materijalizam]]

Útgáfa síðunnar 11. febrúar 2011 kl. 06:34

Efnishyggja er hver sú heimspekikenning sem kveður á um að hvaðeina sem er til sé efnislegt eða eigi sér efnislegar orsakir. Efnishyggja er einhyggja um tegundir verunda því samkvæmt kenningunni er einungis ein gerð hluta til, það er að segja efnislegir hlutir. Efnishyggja er því andstæð tvíhyggju og hughyggju.

Á ensku er stundum gerður greinarmunur á þeirri efnishyggju sem nefnd er „materialism“ annars vegar og hins vegar „physicalism“ en hvort tveggja kallast á íslensku efnishyggja. Þýski heimspekingurinn Otto Neurath smíðaði orðið „physicalism“ á fyrri hluta 20. aldar. Efnishyggju af því tagi fylgja verufræðilegar skuldbindingar nútíma eðlisfræði. Með öðrum orðum kveður slík efnishyggja á um að einungis það sé til sem nútíma eðlisfræði lýsir, en það er ekki einungis efni heldur einnig orka og tímarúm, ýmsir kraftar og svo framvegis. Í daglegu tali er efnishyggja einnig notað til að gefa til kynna að einhverjum sé of annt um veraldlegar eigur sínar.

Tegundir efnishyggju

Tengt efni

Tenglar