Réttlætisflokkurinn (Argentína)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Réttlætisflokkurinn
Partido Justicialista
Forseti Alberto Fernández
Varaforseti Cristina Álvarez Rodríguez
Þingflokksformaður José Mayans (efri deild)
Máximo Kirchner (neðri deild)
Stofnár 21. nóvember 1946; fyrir 77 árum (1946-11-21)
Samruni eftirtalinna hreyfinga Verkamannaflokksins og Óháða flokksins
Stofnandi Juan Perón
Höfuðstöðvar Matheu 130, Búenos Aíres
Félagatal 3.626.728 (2012)
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Perónismi
Einkennislitur Blár     
Öldungadeild
Fulltrúadeild
Vefsíða www.pj.org.ar/

Réttlætisflokkurinn[1][2] (sp. Partido Justicialista eða PJ), gjarnan kallaður Perónistaflokkurinn, er helsti stjórnmálaflokkur Argentínu og stærsti flokkurinn sem kennir sig við perónisma.[3]

Forsetar landsins úr flokknum hafa verið Juan Perón, Héctor Cámpora, Raúl Alberto Lastiri, Isabel Perón, Carlos Menem, Ramón Puerta, Adolfo Rodríguez Saá, Eduardo Camaño, Eduardo Duhalde, Néstor Kirchner, Cristina Fernández de Kirchner og Alberto Fernández. Réttlætisflokkurinn hefur verið stærsti flokkurinn á argentínska þinginu nánast óslitið frá árinu 1987.

Þótt flokkurinn sé enn sá stærsti á þinginu takmarkast völd hans nokkuð þar sem flokkurinn skiptist á milli nokkurra fylkinga. Hluti flokksins aðhyllist popúlíska vinstristefnu, svokallaðan kirchnerisma, en annar vængur flokksins er hlynntur hægrisinnuðum og íhaldssömum „sambands-perónisma“.

Hugmyndafræði[breyta | breyta frumkóða]

Allt frá stofnun sinni hefur Réttlætisflokkurinn verið „breiðfylking“ perónista,[4] sem sameinast í kringum arfleifð Juans Perón forseta og eiginkonu hans, Evu Perón, og efnahagslegan popúlisma þeirra.

Flokkurinn viðhélt sömu stefnumálum eftir tíma herforingjastjórnarinnar sem réð ríkjum í Argentínu frá 1976 til 1983. Á stjórnartíð Perónistaflokksins í á níunda og tíunda áratugnum þróaðist flokkurinn í miðhægriflokk en helsti keppinautur hans, Róttæka borgarabandalagið, varð miðvinstriflokkur.

Frá árinu 2003 hafa vinstrisinnaðir perónistar, hin svokallaða „Sigurfylking“ undir forystu Néstors Kirchner, gert byltingu innan flokksins. Fylkingin kynnti til sögunnar svokallaðan kirchnerisma, sem blandar saman sósíalisma, vinstrisinnaðri þjóðernishyggju og pólitískri róttækni. Kirchner var kjörinn forseti Argentínu árið 2003 og náði um skeið miklum vinsældum. Eftir dauða hans tók eiginkona hans, Cristina Fernández de Kirchner, við forystu Sigurfylkingarinnar, sem er enn mikilvægur hópur innan Réttlætisflokksins.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Þórður Ægir Óskarsson (3. október 1987). „Argentína sekkur æ dýpra í skuldafenið“. Tíminn.
  2. Vigfús Geirdal (1. maí 2002). „Tangó Argentínó“. Tímarit Máls og menningar.
  3. „Partido Justicialista“. Pj.org.ar. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. janúar 2009. Sótt 19. september 2020.
  4. „The death of Néstor Kirchner“. Stabroeknews.com. 29. október 2010. Sótt 19. september 2020.