Habsborgaraveldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maximilían 2. keisari ásamt Maríu af Spáni og börnum þeirra.

Habsborgaraveldið er heiti sem sagnfræðingar nota yfir þau lönd og héruð sem heyrðu undir austurrísku Habsborgara frá 1521 til 1780 og síðan Habsburg-Lorraine-ætt til 1918. Þetta var samsett ríki myndað úr löndum sem ýmist voru innan eða utan Heilaga rómverska ríkisins og voru einungis í konungssambandi. Höfuðborg ríkisins var Vínarborg nema 1583 til 1611 þegar hún var flutt til Prag. Frá 1804 til 1867 var ríkið sameinað sem Austurríska keisaradæmið og frá 1867 til 1918 sem Austurrísk-ungverska keisaradæmið.

Höfuð austurrísku Habsborgaranna var oft kosinn keisari Heilaga rómverska ríkisins. Frá 1415 þar til ríkið var leyst upp 1806 var aðeins einn keisari sem ekki var jafnframt Habsborgari, Karl 7. af Bæjaralandi (1742-1745). Heilaga rómverska ríkið og Habsborgaraveldið voru samt aldrei sami hluturinn þar sem mörg yfirráðasvæði Habsborgara voru utan við ríkið og ýmis önnur ættarveldi réðu yfir hlutum ríkisins.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.