Brekkukotsannáll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brekkukotsannáll er skáldsaga eftir Halldór Laxness sem kom fyrst út árið 1957. Samnefnd sjónvarpsmynd var gerð eftir sögunni og var frumsýnd í Ríkissjónvarpinu árið 1973.

Fyrirmyndin að Brekkukoti[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd Halldórs Laxness að Brekkukoti var bær sem nefndist Melkot, en þar bjuggu hjónin Guðrún Klængsdóttir og Magnús Einarsson. Guðrún þessi var ömmusystir Halldórs, og ólu þau hjónin upp Sigríði, móður skáldsins. Guðjón Helgason, faðir Halldórs, var vinnumaður í Melkoti, og þar kynntust þau.

Melkot var einbýlishús frá Melhúsum. Bærinn Melhús stóð þar sem nú er norðurendi gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu. Þar var dálítil bæjarþyrping á 19. öld og hét einn bærinn í Melshúsum Hringjarabærinn. Hann kemur við sögu í Brekkukotsannál. Melkot stóð nokkurn veginn beint ofan þar sem nú er ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu.

Hringjarabærinn stendur enn á horni Kirkjugarðsstígs og Garðastrætis, tvílyft timburhús, nú Garðastræti 49. Hringjarabærinn í Brekkukotsannál hét Melshús. Þar bjó Bjarni gamli hringjari í Dómkirkjunni. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Morgunblaðið 1977

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.