„Zenon frá Eleu“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Escarbot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: sq:Zenoni
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.5.2) (robot Bæti við: hi:ज़ेनो
Lína 62: Lína 62:
[[gl:Zenón de Elea]]
[[gl:Zenón de Elea]]
[[he:זנון מאליאה]]
[[he:זנון מאליאה]]
[[hi:ज़ेनो]]
[[hr:Zenon iz Eleje]]
[[hr:Zenon iz Eleje]]
[[hu:Eleai Zénón]]
[[hu:Eleai Zénón]]

Útgáfa síðunnar 9. desember 2010 kl. 14:01

Vestræn heimspeki
Fornaldarheimspeki
Nafn: Zenon frá Eleu
Fæddur:
Skóli/hefð: Einhyggjan
Helstu viðfangsefni: Frumspeki
Markverðar hugmyndir: Þverstæður leiða af hugmyndum um hreyfingu og breytingu
Áhrifavaldar: Parmenídes
Hafði áhrif á: Fjölhyggjuna
Þessi grein fjallar um heimspekinginn frá Eleu. Um stóuspekinginn, sjá Zenon frá Kítíon). Um aðra, sjá Zenon.

Zenon frá Eleu (forngríska: Ζήνων ὁ Ἐλεάτης) (um 490 f.Kr. – um 430 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur frá Suður-Ítalíu og nemandi Parmenídesar. Zenon er þekktastur fyrir þverstæður sínar.

Ævi

Lítið er vitað um ævi Zenons. Ein meginheimildin um ævi hans er samræðan Parmenídes eftir Platon, sem þó er skáldað verk og samin um það bil einni öld eftir andlát Zenons. Í samræðunni lýsir Platon heimsókn Parmenídesar og Zenons til Aþenu þegar Parmenídes á að hafa verið um 65 ára og Zenon um fertugt. Sókrates á að hafa verið ungur maður[1]. Sókrates fæddist um 470 f.Kr. svo ef hann hefur verið um tvítugt hefur Zenon fæðst um 490 f.Kr. Platon lýsir Zenoni sem hávöxnum og myndarlegum manni.

Díogenes Laertíos, sem var uppi á fyrri hluta 3. aldar skrifaði ævisögu Zenons. Þar kemur fram að Zenon var sonur Televtagórasar en var ættleiddur af Parmenídesi og að hann hafi getað fært rök bæði með og á móti hvaða fullyrðingu sem er.

Verk

Engin rita Zenons eru varðveitt en fornir höfundar vísa til ýmissa rita Zenons.

Platon segir að rit Zenons hafi fyrst borist til Aþenu þegar Parmenídes og Zenon heimsóttu borgina. Platon lætur Zenon einnig segja að ritum hans hafi verið ætlað að verja kenningar Parmenídesar, að þau hafi hann samið ungur að árum en þeim hafi verið stolið og þau gefin út í óþökk hans.

Rök Zenons eru ef til vill elstu dæmin um niðursöllun í fáránleika (reductio ad absurdum), sem er einnig kölluð óbein sönnun.

Tilvísanir

  1. Parmenides 127.

Tengt efni


Forverar Sókratesar