„Akureyrarkirkja“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lína 60: Lína 60:
==Tengill==
==Tengill==
*[http://www.akirkja.is Vefsíða Akureyrarkirkju]
*[http://www.akirkja.is Vefsíða Akureyrarkirkju]
*[http://kirkjukort.net/ kirkjukort.net] - Myndir og upplýsingar fyrir allar kirkjur landsins
*[http://kirkjukort.net/kirkjur/akureyrarkirkja_0364.html/ Akureyrarkirkja á kirkjukort.net]
* [[Kirkjukór Akureyrar - Oss berast helgir hljómar]]
* [[Kirkjukór Akureyrar - Oss berast helgir hljómar]]



Útgáfa síðunnar 28. október 2010 kl. 20:45

Akureyrarkirkja
Akureyrarkirkja
Akureyri (júlí 2005) Manfred Morgner
Almennt
Núverandi prestur:  Svavar Alfreð Jónsson, Óskar Hafsteinn Óskarsson og Sólveig Halla Jónsdóttir
Vígð:  1940
Arkitektúr
Arkitekt:  Guðjón Samúelsson
Efni:  Steypa
Kirkjurýmið
Skírnarfontur:  Eftirgerð eftir fyrirmynd Bertels Thorvaldsens
Akureyrarkirkja á Commons

Akureyrarkirkja er kirkja á Akureyri, vígð árið 1940. Hún tilheyrir Þjóðkirkjunni og er í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Kirkjan var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins. Í kirkjunni er meðal annars gluggi kominn úr kirkju á Coventry á Englandi sem var eyðilögð í síðari heimsstyrjöldinni. Á svölum kirkjuskipsins eru lágmyndir eftir Ásmund Sveinsson. Skírnarfontur kirkjunnar er gerður eftir fyrirmynd Bertels Thorvaldsens.

Prestar kirkjunnar

Prestar Akureyrarkirkju eru þrír:

  • Séra Svavar Alfreð Jónsson Sóknarprestur
  • Séra Jóna Lovísa Jónsdóttir Prestur
  • Séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir Prestur


Nánari lýsing kirkjunnar

Akureyrarkirkjan var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins. Í kirkjunni er meðal annars gluggi kominn úr kirkju á Coventry á Englandi sem var eyðilögð í síðari heimsstyrjöldinni. Á svölum kirkjuskipsins eru lágmyndir eftir Ásmund Sveinsson. Skírnarfontur kirkjunnar er gerður eftir fyrirmynd Bertels Thorvaldsens.

Gluggar Akureyrarkirkju eru frá ólíkum uppruna: Miðglugginn í kór kirkjunnar er úr gömlu dómkirkjunni í Conventry á Englandi sem eyðilagðist í seinni heimstyrjöld (1940). Aðrir gluggar eru hannaðir og gerðir hjá J. Wippel & Co. í Exeter, í Devon héraði á Englandi. Kórgluggarnir sýna atburði frá boðun Maríu til skírnar Jesús, og táknmyndir guðspjallamannanna og Krists. Gluggar í kirkjuskipinu sýna atvik úr lífi Jesú, frá freistingunni til uppstigningarinnar. Minn myndirnar eru úr íslenskri kirkjusögu en átta þeirra eru teiknaðar af Kristni G. Jóhannssyni.

Mynd:Akureyrarkirkja4.jpg
Hinir fögru gluggar Akureyrarkirkju.

Altaristaflan yfir skírnarfonti er úr fyrstu kirkjunni sem reist var á Akureyri 1863. Það var Edvard Lehman danskur listamaður sem málaði hana og var hún færð kirkjunni að gjöf árið 1867.

Hinn fagri skírnarfontur kirkjunnar er eftirmynd af skírnarfonti Frúarkirkjunnar í Kaupannahöfn. Hann er gerður úr hvítum marmara frá Ítalíu af Corrado Vigni.

Ljósakross og predikunarstóll er skreyttur íslensku silfurbergi.

Í kirkjunni eru tvær myndir málaðar af Kristínu Matthíasson sem sýna boðun Maríu og fæðingu frelsarans.

Hinar fögru lágmyndir á sönglofti kirkjunnar eru gerðar af Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara og sýna atburði úr lífi Jesú: Fæðing, Jesú tólf ára í musterinu, Fjallræðan, Jesú blessar börnin, Jesú læknar sjúka, Jesú lífgar dáinn og Jesú eftir krossfestinguna.

Heimild

  • „Akureyri.is - Akureyrarkirkja“. Sótt 29. ágúst 2006.

Tengill