„Játvarður 2.“: Munur á milli breytinga

Jump to navigation Jump to search
m
+innri tengill
m (Lagfærði tengla.)
m (+innri tengill)
 
== Afsögn og dauði ==
Fáeinum dögum áður, [[27. október]], hafði Hugh Despenser eldri verið [[henging|hengdur]] og afhöfðaður í [[Bristol]]. Þann 16. nóvember féllu konungurinn og Despenser yngri svo í hendur velskra uppreisnarmanna. Þeir sendu Despenser til Ísabellu drottningar en seldu konunginn í hendur jarlinum af Lancaster. Despenser yngri var pyndaður og líflátinn að viðstöddum miklum mannfjölda, þar á meðal Ísabellu drottningu og Roger Mortimer, en konungur var hafður í haldi í Kenilworth-kastala.
[[Mynd:Homosexuality King Edward II of England.jpg|thumb|right|Játvarður 2., koparstunga frá 18. öld. Neðri myndin sýnir morð hans.]]
Vandmál Ísabellu drottningar og elskhuga hennar var hvað ætti að gera við hann. Einfaldast hefði verið að láta taka hann af lífi og þá varð Játvarður sonur hans sjálfkrafa konungur en honum gátu móðir hans og Mortimer ráðið yfir vegna æsku hans. Hins vegar var talið óvíst að Játvarður konungur hefði brotið nægilega mikið af sér til að unnt væri að dæma hann löglega til dauða. Því varð að ráði að hann skyldi hafður í varðhaldi til dauðadags. Vandamálið var þó að konungsvaldið var enn í höndum hans lögformlega þótt drottningin stýrði landinu.
968

breytingar

Leiðsagnarval