Munur á milli breytinga „Kosningar í Bandaríkjunum“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: Kosningar í Bandaríkjunum Þar sem stjórnkerfi Bandaríkjanna er á tveimur sviðum, annars vegar á vettvangi alríkisstjórnarinnar og hins vegar á vettvangi ríkjanna sjálfra, er...)
 
'''Kosningar í Bandaríkjunum'''
Þar sem stjórnkerfi Bandaríkjanna er á tveimur sviðum, annars vegar á vettvangi alríkisstjórnarinnar og hins vegar á vettvangi ríkjanna sjálfra, er kosningakerfið nokkuð flókið. Einu kosningarnar sem fara fram á vettvangi alríkisstjórnarinnar eru forsetakosningar, allar aðrar kosningar fara fram á vettvangi ríkjanna. Það er því ekki um eiginlega þjóðaratkvæðagreiðslur að ræða, að undanskildum kosningum um forsetaembætti, heldur fara kosningar fram í hverju ríki fyrir sig, á sama degi. Ríkin hafa umsjón með kosningum, og reglur varðandi kosningar eru mismunandi milli ríkja. Ríkin hafa þó nokkuð sjálfræði hvað viðkemur framkvæmd og reglugerðum um kosningar. Eitt einkenni á kosningum í Bandaríkjunum er það að kosið er um einstaklinga, flokkarnir gegna aukahlutverki. Annað einkenni á kosningum er fjöldi þeirra sem kosið er um, en áætlað er að á hverju ári sé um gervöll Bandaríkin kosið í um 1 milljón embætta, sem dreifast um stjórnkerfið<ref>{{vefheimild |url=http://www.america.gov/st/usg-english/2008/April/20080423221537eaifas0.6036188.html|titill=Elections in the United States}}</ref>. Meðal embætta sem kosið er um á eru dómarar, þingmenn, ríkisstjórar, löggæslumenn o.fl. Ennfremur kjósa Bandaríkjamenn mun oftar heldur en tíðkast í öðrum lýðræðisríkjum.
....kosninga
Flestar kosningar fara fram á ártölum með sléttri endatölu, en sumar ríkja – og bæjarstjórnakosningar fara þó fram á oddatöluárum.
Kosningavélar eru nauðsynlegar, bæði vegna þess að gríðarlegur fjöldi manna er á kjörskrá og vegna þess að í hverjum kosningum er verið að kjósa í fjöldann allan af embættum. Þar sem það er í höndum ríkjanna sjálfra að sjá fyrir kosningavélum, og þau hafa nokkuð sjálfræði til þess að ákvarða hvernig fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar er, er fyrirkomulagið misjafnt eftir ríkjum. Algengar vélar eru skannar (e. optical scan voting machine), þar sem kjósandi ýmist merkir við eða gatar við þann sem hann kýs, og skannar svo inn kosningaseðilinn. Einnig eru notaðar kosningatölvur, með snertiskjáum (DRE voting machines) og svokallaðar „lever-machines“ þar sem kjósandi velur frambjóðendur eftir ákveðnu kerfi, og tekur svo í handfang sem merkir við þá aðila sem kjósandi hefur valið. Árið 2002 var samþykkt frumvarp, Help America Vote Act, sem ætlað var að betrumbæta fyrirkomulag atkvæðagreiðslu, sérstaklega vegna kosninganna árið 2000, en þá kom upp vandamál, vegna þess að kosningavélar gátu ekki lesið úr niðurstöðum kjörseðla. Því þurfti að handtelja fjölda atkvæða, en margir atkvæðaseðlar voru ógildir, vegna smáatriða, t.d. ef ekki tókst að gata kjörseðilinn alveg í gegn. Einnig voru kjörseðlar gagnrýndir fyrir það hversu óskýr uppsetning þeirra var. Hin nýja lagasetning fól í sér að auknu fjármagni var veitt til ríkjanna svo unnt væri að skipta út óskilvirkum kosningavélum, þá helst til að skipta út „lever machines“ og gatakortavélum (e. punch-card machine).
== Heimildir ==
<div class="references-small"><references/></div>
 
America.gov. Elections in the United States

Leiðsagnarval