„Watergate-hneykslið“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7: Lína 7:
Nixon ætlaði í fyrstu ekki að segja af sér og neitaði hann raunar alla tíð sök en eftir að lykilmenn [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikanaflokksins]] í [[öldungardeild Bandaríkjaþings|öldungardeild þingsins]] upplýstu hann um að næsta víst væri að hann yrði ákærður í neðri deild þingsins og miklar líkur væru á sakfellingu í öldungardeild þingsins ákvað hann að segja af sér. Þann [[9. ágúst]] [[1974]] varð Richard Nixon því fyrstur bandarískra forseta, og sá eini enn sem komið er, til þess að segja af sér. Eftirmaður Nixon, [[Gerald Ford]], veitti honum síðar sakaruppgjöf en líklega hafði loforð Ford um að gera það áhrif á ákvörðun Nixon um að segja af sér.
Nixon ætlaði í fyrstu ekki að segja af sér og neitaði hann raunar alla tíð sök en eftir að lykilmenn [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikanaflokksins]] í [[öldungardeild Bandaríkjaþings|öldungardeild þingsins]] upplýstu hann um að næsta víst væri að hann yrði ákærður í neðri deild þingsins og miklar líkur væru á sakfellingu í öldungardeild þingsins ákvað hann að segja af sér. Þann [[9. ágúst]] [[1974]] varð Richard Nixon því fyrstur bandarískra forseta, og sá eini enn sem komið er, til þess að segja af sér. Eftirmaður Nixon, [[Gerald Ford]], veitti honum síðar sakaruppgjöf en líklega hafði loforð Ford um að gera það áhrif á ákvörðun Nixon um að segja af sér.


Þrátt fyrir mikil áhrif Watergate-hneykslisins tókst aldrei að staðfesta hverju þjófarnir voru á höttunum eftir en líklegt er talið að ætlunin hafi verið að brjótast inn á skrifstofu [[Larry O‘Brien]], formanns Demókrataflokksins<ref> {{cite web | url = http://www.nytimes.com/2005/06/05/weekinreview/05green.html?_r=1 | title = The Unsolved Mysteries of Watergate | accessdate = 2010-09-22}}</ref>. Ein kenningin er sú að Nixon hafi fengið upplýsingar um að á skrifstofu O‘Brien væru viðkvæm skjöl sem gætu haft úrslitaáhrif á niðurstöðu væntanlegra kosninga, Nixon í óhag. Skjöl þessi áttu að innihalda upplýsingar um ólögleg viðskipti á milli Richard Nixon og [[Howard Hughes]], athafnamanns, sem aldrei höfðu komið fram. Í kosningabaráttu Nixon til forseta árið 1960 hafði komist upp um hneyksli sem tengdist [[Donald Nixon]], bróður Richard Nixon og Howard Hughes. Hughes hafði lánað Donald Nixon peninga sem Donald Nixon endurgreiddi ekki. Hneyksli þetta hafði neikvæð áhrif á kosningabaráttu Richard Nixon og hann kærði sig ekki um annað hneyksli og sá sig því knúin til að koma höndum yfir þessi skjöl.
Þrátt fyrir mikil áhrif Watergate-hneykslisins tókst aldrei að staðfesta hverju þjófarnir voru á höttunum eftir en líklegt er talið að ætlunin hafi verið að brjótast inn á skrifstofu [[Larry O‘Brien]], formanns Demókrataflokksins<ref> {{cite web | url = http://www.nytimes.com/2005/06/05/weekinreview/05green.html?_r=1 | title = The Unsolved Mysteries of Watergate | accessdate = 2010-09-22}}</ref>. Ein kenningin er sú að Nixon hafi fengið upplýsingar um að á skrifstofu O‘Brien væru viðkvæm skjöl sem gætu haft úrslitaáhrif á niðurstöðu væntanlegra kosninga, Nixon í óhag. Skjöl þessi áttu að innihalda upplýsingar um ólögleg viðskipti á milli Richard Nixon og [[Howard Hughes]], athafnamanns, sem aldrei höfðu komið fram. Í kosningabaráttu Nixon til forseta árið 1960 hafði komist upp um hneyksli sem tengdist [[Donald Nixon]], bróður Richard Nixon og Howard Hughes<ref> {{cite book | last1 = Barlett | first1 = Donald L. | title = Howard Hughes | year = 2004 | pages = 410 | accessdate = 2010-09-22}}</ref>. Hughes hafði lánað Donald Nixon peninga sem Donald Nixon endurgreiddi ekki. Hneyksli þetta hafði neikvæð áhrif á kosningabaráttu Richard Nixon og hann kærði sig ekki um annað hneyksli og sá sig því knúin til að koma höndum yfir þessi skjöl.


==Heimildir==
==Heimildir==

Útgáfa síðunnar 23. september 2010 kl. 13:25

Watergate-skrifstofubyggingin í Washington.

Watergate-hneykslið var pólitískt hneykslismál sem kom upp á áttunda áratug 20. aldar í Bandaríkjunum. Upphaf málsins var það að upp komst um innbrot í höfuðstöðvar demókrataflokksins, Watergate-skrifstofubygginguna í Washington, sem leiddi til þess að repúblikaninn Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, neyddist til að segja af sér og varð þar með fyrsti og eini forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að gera það. Hneykslið leiddi einnig til þess að nokkrir af opinberum starfsmönnum Nixon voru ákærðir.

Saga málsins

Upphaf málsins var það að fimm menn voru handteknir fyrir að brjótast inn í höfuðstöðvar Demókrataflokksins 17. júní, 1972. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum komst að því að innbrotsþjófarnir höfðu fengið greitt úr mútusjóð sem notaður hafði verið af fjáröflunarsamtökum stjórnar forseta Bandaríkjanna, Richard Nixon. Eftir að frekar sannanir leiddu í ljós að starfsfólk forsetans var viðriðið innbrotið fóru spjótin fljótlega að beinast gegn forsetanum sjálfum. Hljóðupptökur af skrifstofu forsetans sýndu síðan fram á að forsetinn hafði reynt að hylma yfir innbrotið.

Nixon ætlaði í fyrstu ekki að segja af sér og neitaði hann raunar alla tíð sök en eftir að lykilmenn Repúblikanaflokksins í öldungardeild þingsins upplýstu hann um að næsta víst væri að hann yrði ákærður í neðri deild þingsins og miklar líkur væru á sakfellingu í öldungardeild þingsins ákvað hann að segja af sér. Þann 9. ágúst 1974 varð Richard Nixon því fyrstur bandarískra forseta, og sá eini enn sem komið er, til þess að segja af sér. Eftirmaður Nixon, Gerald Ford, veitti honum síðar sakaruppgjöf en líklega hafði loforð Ford um að gera það áhrif á ákvörðun Nixon um að segja af sér.

Þrátt fyrir mikil áhrif Watergate-hneykslisins tókst aldrei að staðfesta hverju þjófarnir voru á höttunum eftir en líklegt er talið að ætlunin hafi verið að brjótast inn á skrifstofu Larry O‘Brien, formanns Demókrataflokksins[1]. Ein kenningin er sú að Nixon hafi fengið upplýsingar um að á skrifstofu O‘Brien væru viðkvæm skjöl sem gætu haft úrslitaáhrif á niðurstöðu væntanlegra kosninga, Nixon í óhag. Skjöl þessi áttu að innihalda upplýsingar um ólögleg viðskipti á milli Richard Nixon og Howard Hughes, athafnamanns, sem aldrei höfðu komið fram. Í kosningabaráttu Nixon til forseta árið 1960 hafði komist upp um hneyksli sem tengdist Donald Nixon, bróður Richard Nixon og Howard Hughes[2]. Hughes hafði lánað Donald Nixon peninga sem Donald Nixon endurgreiddi ekki. Hneyksli þetta hafði neikvæð áhrif á kosningabaráttu Richard Nixon og hann kærði sig ekki um annað hneyksli og sá sig því knúin til að koma höndum yfir þessi skjöl.

Heimildir

  1. „The Unsolved Mysteries of Watergate“. Sótt 22. september 2010.
  2. Barlett, Donald L. (2004). Howard Hughes. bls. 410.