Fara í innihald

„Breiðabólstaður (Fljótshlíð)“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
m (Bætt við heimildum.)
Ekkert breytingarágrip
[[Mynd:Breidabolstadur 2.jpg|thumb|right|Breiðabólstaðarkirkja.]]
'''Breiðabólstaður''' (eða '''Breiðabólsstaður''') er bær og [[kirkjustaður]] í [[Fljótshlíð]]. Þar hefur lengi verið [[prestssetur]] og hafa ýmsir merkisprestar þjónað þar; raunar er sagt að enginn prestur hafi sótt burt frá Breiðabólstað nema til þess að verða [[biskup]].
 
[[Ormur Jónsson Breiðbælingur]], sonur [[Jón Loftsson|Jóns Loftssonar]], bjó á Breiðabólstað og eftir lát hans fluttist dóttir hans, [[Hallveig Ormsdóttir|Hallveig]], þangað ásamt manni sínum [[Björn Þorvaldsson|Birni Þorvaldssyni]], sem var af ætt [[Haukdælir|Haukdæla]], hálfbróðir [[Gissur Þorvaldsson|Gissurar Þorvaldssonar]]. Hann lenti í erjum við [[Oddaverjar|Oddaverja]], sem fóru að honum og felldu hann í bardaga þar [[17. júní]] [[1221]].
 
[[Jón Ögmundsson]], sem varð fyrsti biskup á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]], var prestssonur frá Breiðabólstað og var sjálfur prestur þar áður en hann tók við biskupsdæminu. [[Ögmundur Pálsson]] var líka prestur þar áður en hann varð biskup. Af öðrum prestum má nefna Presta-[[Högni Sigurðsson|Högna Sigurðsson]] (1693-1770), sem eignaðist með konu sinni, Guðríði Pálsdóttur, átta syni sem allir urðu prestar, svo og níu dætur. Sagan segir að á [[Jónsmessa|Jónsmessu]] [[1760]] hafi synirnir allir mætt á Breiðabólstað í fullum prestaskrúða, en séra Högni sjálfur sá níundi, og eins hafi þeir allir níu mætt á Alþingi sama ár.

Á 19. öld var [[Tómas Sæmundsson]], einn [[Fjölnismenn|Fjölnismanna]], prestur þará Breiðabólstað og er [[minnisvarði]] um hann í kirkjugarðinum áþar Breiðabólstaðsem Fjölnismenn létu setja yfir hann. Á síðari hluta aldarinnar var þjóðsagnasafnarinn [[Skúli Gíslason]] prestur á Breiðabólstað. Núverandi prestur er séra [[Önundur S. Björnsson]].
 
Kirkja hefur verið á Breiðabólstað síðan á 11. öld og þar hefur jafnan verið prestssetur. Núverandi kirkja var vígð [[1912]] og er krosskirkja teiknuð af [[Rögnvaldur Ólafsson|Rögnvaldi Ólafssyni]] arkitekt. Í henni eru margir merkir gripir.
7.517

breytingar