„Lindisfarne“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:LindisfarneCastleHolyIsland.jpg|thumb|250px|Kastalinn á Lindisfarne.]]
[[Mynd:LindisfarneCastleHolyIsland.jpg|thumb|250px|Kastalinn á Lindisfarne.]]


'''Lindisfarne''' er [[eyja]] við norðausturströnd [[England]]s. Hún er einnig þekkt sem '''Eyjan helga''' (e. ''Holy Island''), eins og sveitarfélagið heitir. Eyjan er tengd meginlandinu með sandrifi. Talið er að nafnið ''Lindisfarne'' eigi rætur að rekja til [[fornenska|fornensku]] og þýðir „eyja [[Lindsey]]jarfaranna“, sem gæti þýtt að eyjan hafi verið numin af mönnum sem komu frá Lindsey, eða ferðuðust þangað. Árið [[2001]] voru íbúar eyjunnar 162.
'''Lindisfarne''' er [[eyja]] við norðausturströnd [[England]]s. Hún er einnig þekkt sem '''Eyjan helga''' (e. ''Holy Island''), og er það nafn sveitarfélagsins. Eyjan er tengd meginlandinu með sandrifi. Talið er að nafnið ''Lindisfarne'' eigi rætur að rekja til [[fornenska|fornensku]] og þýðir „eyja [[Lindsey]]jarfaranna“, sem gæti þýtt að eyjan hafi verið numin af mönnum sem komu frá Lindsey, eða ferðuðust þangað. Árið [[2001]] voru íbúar eyjunnar 162.


Í verkinu ''[[Historia Brittonum]]'' er eyjan kölluð [[fornvelska|fornvelsku]] nafni, ''Medcaut''. Írinn [[Aidan af Lindisfarne]] stofnaði munkaklaustur á eyjunni. Um árið [[635]] e.Kr. var hann sendur þangað frá [[Jóna (eyja)|Jónu]], sem liggur við vesturströnd [[Skotland]]s, að beiðni [[Oswald af Norðymbralandi|Oswalds af Norðymbralandi]]. Klaustrið varð miðstöð kristniboðs í Norður-Englandi og jafnvel send þaðan sendisveit til [[Mersía|Mersíu]] og varð henni vel ágengt. Munkar frá Jónu fluttu til eyjarinnar. [[Cuthbert af Lindisfarne|Cuthbert]], verndardýrlingur [[Norðymbralands|Norðymbralands]], var munkur og síðar [[ábóti]] munkaklausturs á Lindisfarne. [[Beda prestur]] skrásetti æviágrip og öll kraftaverk Cuthberts. Seinna varð Cuthbert [[biskup]] af Lindisfarne.
Í verkinu ''[[Historia Brittonum]]'' er eyjan kölluð [[fornvelska|fornvelsku]] nafni, ''Medcaut''. Írinn [[Aidan af Lindisfarne]] stofnaði munkaklaustur á eyjunni. Um árið [[635]] e.Kr. var hann sendur þangað frá [[Jóna (eyja)|Jónu]], sem liggur við vesturströnd [[Skotland]]s, að beiðni [[Ósvaldur af Norðymbralandi|Ósvalds af Norðymbralandi]]. Klaustrið varð miðstöð [[kristniboð]]s í Norður-Englandi og jafnvel var send þaðan sendisveit til [[Mersía|Mersíu]] og varð henni vel ágengt. Munkar frá Jónu fluttu til eyjarinnar. [[Cuthbert af Lindisfarne|Cuthbert]], verndardýrlingur [[Norðymbraland|Norðymbralands]], var munkur og síðar [[ábóti]] munkaklausturs á Lindisfarne. [[Beda prestur]] skrásetti æviágrip og öll kraftaverk Cuthberts. Seinna varð Cuthbert [[biskup]] af Lindisfarne.


Árið [[793]] gerðu [[víkingar]] árás á Lindisfarne, sem er oft talin marka upphaf [[víkingaöld|víkingaaldar]]. Árásin vakti mikla skelfingu á [[Vesturlönd]]um á þessum tíma og er sagt frá henni í [[Annáll Engilsaxa|Annál Engilsaxa]].
Árið [[793]] gerðu [[víkingar]] árás á Lindisfarne og er sá atburður oft talinn marka upphaf [[víkingaöld|víkingaaldar]]. Árásin vakti mikla skelfingu á [[Vesturlönd]]um á þessum tíma og er sagt frá henni í [[Annáll Engilsaxa|Annál Engilsaxa]].


== Heimildir ==
== Heimildir ==

Útgáfa síðunnar 30. ágúst 2010 kl. 15:15

Kastalinn á Lindisfarne.

Lindisfarne er eyja við norðausturströnd Englands. Hún er einnig þekkt sem Eyjan helga (e. Holy Island), og er það nafn sveitarfélagsins. Eyjan er tengd meginlandinu með sandrifi. Talið er að nafnið Lindisfarne eigi rætur að rekja til fornensku og þýðir „eyja Lindseyjarfaranna“, sem gæti þýtt að eyjan hafi verið numin af mönnum sem komu frá Lindsey, eða ferðuðust þangað. Árið 2001 voru íbúar eyjunnar 162.

Í verkinu Historia Brittonum er eyjan kölluð fornvelsku nafni, Medcaut. Írinn Aidan af Lindisfarne stofnaði munkaklaustur á eyjunni. Um árið 635 e.Kr. var hann sendur þangað frá Jónu, sem liggur við vesturströnd Skotlands, að beiðni Ósvalds af Norðymbralandi. Klaustrið varð miðstöð kristniboðs í Norður-Englandi og jafnvel var send þaðan sendisveit til Mersíu og varð henni vel ágengt. Munkar frá Jónu fluttu til eyjarinnar. Cuthbert, verndardýrlingur Norðymbralands, var munkur og síðar ábóti munkaklausturs á Lindisfarne. Beda prestur skrásetti æviágrip og öll kraftaverk Cuthberts. Seinna varð Cuthbert biskup af Lindisfarne.

Árið 793 gerðu víkingar árás á Lindisfarne og er sá atburður oft talinn marka upphaf víkingaaldar. Árásin vakti mikla skelfingu á Vesturlöndum á þessum tíma og er sagt frá henni í Annál Engilsaxa.

Heimildir

  Þessi Englandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.