„Játvarður 2.“: Munur á milli breytinga

Jump to navigation Jump to search
m
Lagfærði tengla.
(Ný síða: thumb|right|Játvarður 2. Mynd í handriti frá 14. öld. '''Játvarður 2.''' (25. apríl 128421. september 1327 (?)) var konungu...)
 
m (Lagfærði tengla.)
Það reyndust mikil mistök því Ísabella lýsti því nú yfir að hvorki hún né Játvarður yngri kæmu aftur til Englands fyrr en Despenser-feðgar hefðu verið sviptir völdum. Hún sendi svo fylgdarmenn sína, sem voru hliðhollir Játvarði, heim. Þeir komu til Englands 23. desember og upplýstu þá að Ísabella væri komin í ástarsamband við enska aðalsmanninn [[Roger Mortimer]] og væru þau að skipuleggja innrás í England. Játvarður bjó sig undir innrásina en reyndist njóta lítils stuðnings.
 
Í september [[1326]] gerðu Ísabella drottning og Mortimer innrás. Þau voru fáliðuð en brátt dreif að þeim mikið lið og fáir vildu berjast fyrir konunginn. Játvarður og Despenser-feðgar flúðu frá London [[2. október]] og skildu borgina eftir stjórnlausa. Konungurinn flúði til suðurhluta Wales, þar sem Despenser-feðgar áttu land, en þeim tókst ekki að skera upp herör og flestir þjónar hans yfirgáfu hann 31. október.
 
== Afsögn og dauði ==
Fáeinum dögum áður, [[27. október]], hafði Hugh Despenser eldri verið hengdur og afhöfðaður í [[Bristol]]. Þann 16. nóvember féllu konungurinn og Despenser yngri svo í hendur velskra uppreisnarmanna. Þeir sendu Despenser til Ísabellu drottningar en seldu konunginn í hendur jarlinum af Lancaster. Despenser yngri var pyndaður og líflátinn að viðstöddum miklum mannfjölda, þar á meðal Ísabellu drottningu og Roger Mortimer, en konungur var hafður í haldi í Kenilworth-kastala.
[[Mynd:Homosexuality King Edward II of England.jpg|thumb|right|Játvarður 2., koparstunga frá 18. öld. Neðri myndin sýnir morð hans.]]
Vandmál Ísabellu drottningar og elskhuga hennar var hvað ætti að gera við hann. Einfaldast hefði verið að láta taka hann af lífi og þá varð Játvarður sonur hans sjálfkrafa konungur en honum gátu móðir hans og Mortimer ráðið yfir vegna æsku hans. Hins vegar var talið óvíst að Játvarður konungur hefði brotið nægilega mikið af sér til að unnt væri að dæma hann löglega til dauða. Því varð að ráði að hann skyldi hafður í varðhaldi til dauðadags. Vandamálið var þó að konungsvaldið var enn í höndum hans lögformlega þótt drottningin stýrði landinu.
 
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál = En|titill = Edward III of England|mánuðurskoðað = 1923. ágúst|árskoðað = 2010}}
 
{{töflubyrjun}}
7.517

breytingar

Leiðsagnarval