„Reynistaðarklaustur“: Munur á milli breytinga

Jump to navigation Jump to search
m
Tenglar.
mEkkert breytingarágrip
m (Tenglar.)
== Abbadísir á Reynistað ==
* Katrín var fyrsta abbadís Reynistaðaklausturs, vígð [[1298]], og hafði áður verið nunna á [[Munkaþverárklaustur|Munkaþverá]]. Hún mun hafa dáið þegar árið [[1299]].
* [[Hallbera Þorsteinsdóttir]], sem staðið hafði að stofnun klaustursins með Jörundi biskupi, gekk í það við stofnun þess og var vígð abbadís 1299. Hún var stórættuð; móðurafi hennar var Filippus, sonur [[Sæmundur Jónsson|Sæmundar Jónssonar]] í [[Oddi á Rangárvöllum|Odda]] en faðir hennar var Þorsteinn Halldórsson ábóti. Hún dó 1329 eða 1330.
* Heimildum ber ekki saman um næstu abbadís, nefnd eru nöfnin Guðný Helgadóttir, systir Katrín og Guðrún nokkur.
* Kristín var vígð abbadís [[1332]] og var það lengi, er meðal annars nefnd í heimildum [[1343]], en óvíst er um dánarár hennar.
* [[Guðný Helgadóttir]] varð þá abbadís. Hún dó 1368 eða 1369.
* [[Oddbjörg Jónsdóttir]] var vígð abbadís [[1369]]. Hún hafði áður verið nunna í Kirkjubæ. Hún dó 1389.
* [[Ingibjörg Örnólfsdóttir]] var vígð [[1390]] eða [[1391]]. Hún dó að öllum líkindum í Svartadauða. Eftir það liðu áratugir þar til ný abbadís var vígð.
* Þóra var vígð abbadís árið 1437 af [[Gozewijn Comhaer]] Skálholtsbiskupi. Hún hafði áður verið príorissa á eftir Þórunni. Hún dó fyrir [[1443]].
* Barbara hét næsta abbadís og var hún orðin það 1443. Hún er enn í embætti 1459 en hefur líklega dáið ári síðar.
* [[Agnes Jónsdóttir]], systir Arngríms ábóta á [[Þingeyraklaustur|Þingeyrum]], varð þá abbadís. Hún var fyrst skipuð príorisa af [[Ólafur Rögnvaldsson|Ólafi Rögnvaldssyni]] biskupi [[3. mars]] [[1461]] en varð svo abbadís og gegndi því embætti til dauðadags 1507.
* [[Solveig Hrafnsdóttir]], (Rafnsdóttir) varð næst abbadís og var vígð [[1. janúar]] [[1408]]. Hún var dóttir [[Hrafn Brandsson (eldri)|Hrafns Brandssonar]] lögmanns og hafði gengið í klaustrið [[1493]]. Hún gegndi embættinu allt til siðaskipta. Solveig dó [[1562]] og var þá háöldruð.
 
7.517

breytingar

Leiðsagnarval