„Gufuskálar“: Munur á milli breytinga
m
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip |
mEkkert breytingarágrip |
||
Írsk örnefni á þessum slóðum eru fjögur: Írskubúðir eru nokkru sunnar, vestur af Gerðubergi og Kvarnahrauni. Þar eru rústir, sem voru kannaðar 1998. Þær reyndust vera frá níundu öld. Íraklettur er við ströndina skammt frá vörinni, en Írskabyrgi og Írskrabrunnur eru nokkru vestar, niður af Smáhrauni. Brunnurinn er 16 þrep niður að vatni. Hann týndist í nokkra áratugi en fannst 1989 aftur og sandur hreinsaður úr honum. Írskabyrgi er vestur af brunninum. Þar standa reisulegir veggir. Lagið á byrginu líkist kirkju. Austurgafl er bogamyndaður og inngangur á vesturgafli.
Lóranstöð var reist árið 1959 og rekin af Pósti og síma til ársloka 1994. Nú er þar langbylgjustöð Ríkisútvarpsins og mastrið sem nú er næsthæsta, en lengi var hæsta mannvirki í Evrópu, 412 m. Það er notað fyrir sendingar stöðvarinnar, sem sendir út á 189 kHz. Frá 1970 hefur verið þar veðurathugunarstöð.
|