Munur á milli breytinga „Róbert 1. Skotakonungur“

Jump to navigation Jump to search
m
Lagfærði tengla.
(Ný síða: thumb|right|Róbert 1. Skotakonungur. '''Róbert 1.''' (11. júlí 12747. júní 1329) eða '''Róbert Bruce''' (enska: '''Robert the Bru...)
 
m (Lagfærði tengla.)
 
== Uppruni og erfðatilkall ==
Róbert var elsti sonur Róberts de Brus, lávarðs af Annandale, og konu hans Marjorie, greifynju af [[Carrick]]. Hún var mikill kvenskörungur og er sagt að hún hafi haldið föður hans föngnum þar til hann féllst á að kvænast henni. Þau áttu fjölda barna auk Róberts: SyninaSynirnir Edwardvoru [[Játvarður Bruce|Játvarður]], Alexander, Thomas og Neil og dæturnar Christina, [[Ísabella Bruce|Ísabella]] Noregsdrottning, kona [[Eiríkur Magnússon prestahatari|Eiríks prestahatara]], Margaret, Matilda og Mary, sem var fönguð og flutt til Englands árið [[1306]] og höfð þar í búri, almenningi til sýnis, í fjögur ár.
 
Frá móður sinni erfði Róbert jarldæmið Carrick þegar hún lést [[1292]] en gegnum föður sinn taldi hann sig eiga erfðarétt að skosku krúniunni þar sem faðirinn var afkomandi [[Davíð 1. Skotakonungur|Davíðs 1.]] Skotakonungs. Í erfðadeilunni sem reis eftir lát hinnar barnungu [[Margrét Skotadrottning|Margrétar drottningar]] árið [[1290]] tókst fjarskyldum frænda Róberts, [[Jóhann Balliol|Jóhanni Balliol]], að fá sig tekinn til konungs. Feðgarnir hófu fljótlega baráttu gegn honum. Þeir sóru [[Játvarður 1.|Játvarði 1.]] Englandskonungi hollustu í ágúst [[1296]] en töldu hann svo hafa svikið sig og Róbert yngri studdi uppreisn Skota gegn honum ári síðar. Jóhann Balliol hafði þá sagt af sér og Róbert Bruce og [[John Comyn]], náfrændi Balliols, voru saman útnefndir ríkisstjórar Skotlands. Samkomulag þeirra var þó ekki gott, enda töldu þeir sig báðir eiga tilkall til krúnunnar. Árið [[1299]] var biskupinn af St. Andrews útnefndur þriðji ríkisstjórinn til að reyna að halda frið milli hinna tveggja. Bruce sagði þó af sér árið eftir og hinir árið [[1301]].
Játvarður 1. réðist inn í Skotland í júlí það ár og var það sjötta innrás hans. [[Vopnahlé]] var þó samið í janúar [[1302]]. Um það leyti var á kreiki orðrómur um að Jóhann Balliol, sem var í útlegð í Frakklandi, yrði aftur settur á konungsstól og raunar munu margir aðalsmenn hafa stutt það. Þó varð ekkert af því.
 
Játvarður gerði enn eina innrásina árið 1303 og varð vel ágengt; í febrúar árið eftir höfðu allir leiðtogar Skota nema [[William Wallace]] (Braveheart) beygt sig undir vald hans. Þeir samþykktu að öll lög skyldu vera eins og verið hafði á ríkisárum [[Alexander2Alexander 3. Skotakonungur|Alexanders 3.]] og þeim mætti ekki breyta án þess að bera þau undir Játvarð. Frændi Játvarðs, jarlinn af Richmond, átti að leiða stjórn Skotlands sem yrði undir Játvarð gefin. Um sumarið var William Wallace svo handtekinn nálægt Glasgow og tekinn af lífi í London [[23. ágúst]].
 
== Konungur ==

Leiðsagnarval