„Smjörbolla“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Breyti: nl:Roux (kookkunst)
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: fr:Roux (cuisine)
Lína 14: Lína 14:
[[en:Roux]]
[[en:Roux]]
[[es:Roux]]
[[es:Roux]]
[[fr:Roux (cuisine)]]
[[he:רביכה]]
[[he:רביכה]]
[[hu:Rántás]]
[[hu:Rántás]]

Útgáfa síðunnar 4. júní 2010 kl. 15:25

Smjörbolla er grunnurinn í soðsósu.

Smjörbolla er blanda af hveiti og feiti sem notuð er sem grunnur fyrir sósur, eggjafrauð, súpur og pottrétti. Algeng feiti er smjör, jurtaolía og mör. Smjörbolla er grunnurinn í þremur af fimm grunnsósum franskrar matargerðar.

Smjörbolla er gerð með því að bræða feitina í potti og þeyta svo jafn miklu magni af hveiti út í með þeytara þar til allt er blandað saman og engir kekkir finnast. Blandan er soðin áfram til að leysa hveitið örugglega upp í feitinni. Þegar hún hefur soðið vissan tíma tekur hún á sig dekkri lit þar sem hveitið tekur að brúnast. Þetta er notað til að fá réttan lit á brúnar sósur. Þegar smjörbollan er orðin á litinn eins og til stóð er hún þynnt smám saman með mjólk, soði eða öðrum vökva, þar til réttri þykkt er náð.

Notkun á mjöli til að þykkja sósur er að minnsta kosti þekkt frá tímum Rómaveldis. Hin eiginlega smjörbolla á hugsanlega uppruna sinn í Sauce Robert, sósu sem var vinsæl með kjötréttum í Frakklandi á 16. og 17. öld.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.