„Eggert Hannesson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 3: Lína 3:
Eggert var sonur [[Hannes Eggertsson|Hannesar Eggertssonar]] hirðstjóra á [[Núpur|Núpi]] í [[Dýrafjörður|Dýrafirði]], sem mun hafa verið norskur að ætt, og konu hans Guðrúnar eldri, dóttur [[Björn Guðnason|Björns Guðnasonar]] sýslumanns í [[Ögur|Ögri]]. Systir hans var Katrín, kona [[Gissur Einarsson|Gissurar Einarssonar]] biskups.
Eggert var sonur [[Hannes Eggertsson|Hannesar Eggertssonar]] hirðstjóra á [[Núpur|Núpi]] í [[Dýrafjörður|Dýrafirði]], sem mun hafa verið norskur að ætt, og konu hans Guðrúnar eldri, dóttur [[Björn Guðnason|Björns Guðnasonar]] sýslumanns í [[Ögur|Ögri]]. Systir hans var Katrín, kona [[Gissur Einarsson|Gissurar Einarssonar]] biskups.


Eggert var sveinn [[Ögmundur Pálsson|Ögmundar Pálssonar]] biskups þegar hann var ungur og mun hafa verið í Þýskalandi og Noregi í erindum hans á árunum [[1538]]-[[1539]] og ef til vil lengur. Síðar var hann í þjónustu Gissurar Einarssonar og fór með honum utan í vígsluferðina. Hann varð sýslumaður á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]] um [[1544]] og bjó fyrst á Núpi. Hann var [[hirðstjóri]] [[1551]]-[[1553]] og síðan lögmaður sunnan og austan til 1556, norðan og vestan [[1556]]-[[1558]] og eftir það sýslumaður og umboðsmaður [[Helgafellsklaustur]]sjarða.
Eggert var sveinn [[Ögmundur Pálsson|Ögmundar Pálssonar]] biskups þegar hann var ungur og mun hafa verið í Þýskalandi og Noregi í erindum hans á árunum [[1538]]-[[1539]] og ef til vil lengur. Síðar var hann í þjónustu Gissurar Einarssonar og fór með honum utan í vígsluferðina. Hann varð sýslumaður á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]] um [[1544]] og bjó fyrst á Núpi. Hann var [[hirðstjóri]] [[1551]]-[[1553]] og síðan lögmaður sunnan og austan til 1556, norðan og vestan [[1556]]-[[1568]] og eftir það sýslumaður og umboðsmaður [[Helgafellsklaustur]]sjarða.


Eggert var auðugasti maður á Íslandi um sína daga og jafnframt sá voldugasti. Hann var talinn harðsnúinn og fylginn sér, enda stóð hann oft í miklu málavafstri, lögvitur og héraðsríkur. Eitt sinn meðan Eggert bjó í Saurbæ var honum rænt af enskum sævíkingum og [[fálkafangari | fálkaföngurum]] og héldu þeir honum heilan mánuð úti á [[skip]]i, en slepptu síðan gegn háu [[lausnargjald]]i. Eggert fluttist síðan alfarinn til [[Hamborg]]ar 1580 og dó þar, að sagt var af völdum drykkjuskapar.
Eggert var auðugasti maður á Íslandi um sína daga og jafnframt sá voldugasti. Hann var talinn harðsnúinn og fylginn sér, enda stóð hann oft í miklu málavafstri, lögvitur og héraðsríkur. Eitt sinn meðan Eggert bjó í Saurbæ var honum rænt af enskum sævíkingum og [[fálkafangari | fálkaföngurum]] og héldu þeir honum heilan mánuð úti á [[skip]]i, en slepptu síðan gegn háu [[lausnargjald]]i. Eggert fluttist síðan alfarinn til [[Hamborg]]ar 1580 og dó þar, að sagt var af völdum drykkjuskapar.
Lína 34: Lína 34:
fyrir=[[Oddur Gottskálksson]] |
fyrir=[[Oddur Gottskálksson]] |
titill=[[Lögmenn norðan og vestan|Lögmaður norðan og vestan]] |
titill=[[Lögmenn norðan og vestan|Lögmaður norðan og vestan]] |
frá=[[1526]] |
frá=[[1556]] |
til=[[1528]] |
til=[[1568]] |
eftir=[[Ormur Sturluson]]
eftir=[[Ormur Sturluson]]
}}
}}

Útgáfa síðunnar 26. maí 2010 kl. 18:09

Eggert Hannesson (1515? – 1583) var hirðstjóri og lögmaður og bjó í Saurbæ, sem oftast er kallaður Bær á Rauðasandi.

Eggert var sonur Hannesar Eggertssonar hirðstjóra á Núpi í Dýrafirði, sem mun hafa verið norskur að ætt, og konu hans Guðrúnar eldri, dóttur Björns Guðnasonar sýslumanns í Ögri. Systir hans var Katrín, kona Gissurar Einarssonar biskups.

Eggert var sveinn Ögmundar Pálssonar biskups þegar hann var ungur og mun hafa verið í Þýskalandi og Noregi í erindum hans á árunum 1538-1539 og ef til vil lengur. Síðar var hann í þjónustu Gissurar Einarssonar og fór með honum utan í vígsluferðina. Hann varð sýslumaður á Vestfjörðum um 1544 og bjó fyrst á Núpi. Hann var hirðstjóri 1551-1553 og síðan lögmaður sunnan og austan til 1556, norðan og vestan 1556-1568 og eftir það sýslumaður og umboðsmaður Helgafellsklaustursjarða.

Eggert var auðugasti maður á Íslandi um sína daga og jafnframt sá voldugasti. Hann var talinn harðsnúinn og fylginn sér, enda stóð hann oft í miklu málavafstri, lögvitur og héraðsríkur. Eitt sinn meðan Eggert bjó í Saurbæ var honum rænt af enskum sævíkingum og fálkaföngurum og héldu þeir honum heilan mánuð úti á skipi, en slepptu síðan gegn háu lausnargjaldi. Eggert fluttist síðan alfarinn til Hamborgar 1580 og dó þar, að sagt var af völdum drykkjuskapar.

Fyrri kona Eggerts var Sesselja Jónsdóttir en síðar kvæntist hann Steinunni Jónsdóttur, sem verið hafði fylgikona séra Björns Jónssonar á Melstað, sem höggvinn var með föður sínum og bróður í Skálholti 1550. Eggert átti að ýmsu við barnaólán að stríða. Launsonur hans, Björn, fórst af voðaskoti, sonur þeirra Sesselju, Þorleifur, týndist í hafi og sá þriðji, Jón murti, drap mann í Síðumúla og varð að flýja land. Sagt er að frá Jóni séu ættir komnar í Hamborg. [1] Dóttir Eggerts og Sesselju, Ragnheiður, komst aftur á móti á tíræðisaldur (f. 1550, d. 1542). Hún giftist Magnúsi prúða Jónssyni, sýslumanni í Ögri og síðar í Saurbæ, og áttu þau fjölda barna.

Tilvísanir

  1. Gjöf mín til Íslands; grein í Morgunblaðinu 1995

Tenglar


Fyrirrennari:
Otte Stigsen Hvide
Hirðstjóri
(15511553)
Eftirmaður:
Poul Huitfeldt
Fyrirrennari:
Erlendur Þorvarðarson
Lögmaður sunnan og austan
(15531555)
Eftirmaður:
Páll Vigfússon
Fyrirrennari:
Oddur Gottskálksson
Lögmaður norðan og vestan
(15561568)
Eftirmaður:
Ormur Sturluson