„Signa“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Luckas-bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: be:Рака Сена
Luckas-bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: ms:Sungai Seine
Lína 106: Lína 106:
[[mk:Сена]]
[[mk:Сена]]
[[mr:सीन नदी]]
[[mr:सीन नदी]]
[[ms:Sungai Seine]]
[[nl:Seine]]
[[nl:Seine]]
[[nn:Seinen]]
[[nn:Seinen]]

Útgáfa síðunnar 20. maí 2010 kl. 12:55

Signa
Signa og vatnasvið hennar. Hún rennur í gegnum París og út í Ermarsundið.
Signa og vatnasvið hennar. Hún rennur í gegnum París og út í Ermarsundið.
Uppspretta Búrgúnd-hérað
Árós Signuflói við Ermarsund, nálægt Le Havre
Lönd á vatnasviði Frakkland, Belgía
Lengd 776 km
Hæð uppsprettu 471 m
Meðalrennsli 563 m³/s (við ósa)
Vatnasvið 78.650 km²
Hnit 49°26′05″N 0°07′03″A / 49.4347°N 0.1175°A / 49.4347; 0.1175
Signa gæti einnig átt við íslenska kvenmannsnafnið Signa eða sögnina að signa sem er kristinn gjörningur.

Signa (franska: Seine, borið fram 'sen(g)') er ein af mestu ám Frakklands. Hún kemur upp í Búrgúnd-héraði, nálægt borginni Dijon, rennur um París og Rúðuborg og til sjávar í Signuflóa, í grennd við hafnarborgina Le Havre. Neðri hluti árinnar er afar lygn og því mikilvæg flutningaleið skipum og fljótabátum.

Uppruni nafnsins

Nafnið Signa (Seine) er komið úr latínu, Sequana, sem aftur er sagt komið úr gallísku Sicauna, sem talið er merkja "áin helga – (Helgá)" eða "fljótið helga". (Gallíska var keltneskt tungumál, sem talað var í Gallíu, og skiptist í margar mállýskur).

Neðsti hluti árinnar, í Normandí, var að fornu kallaður Rodo eða Roto, sem er keltneskt orð sem merkir á. (Árheitið Rhône í Suður-Frakklandi er dregið af þessu sama orði). Þessu til frekari stuðnings má nefna að nafnið Rouen (Rúða eða Rúðuborg) var Rotomagos á gallísku, sem merkir „Árvellir“ (magos í gallísku var upphaflega grasflöt, völlur, en fékk síðar merkinguna verslunarstaður (kaupvangur – kaupangur), sbr. Rúðu-borg).

Signa nálægt Invalides-brúnni í París.

Siglingar og brýr

Signa er fær hafskipum upp til Rúðuborgar, sem er 120 km frá sjó, og þar gætir flóðs og fjöru. Hægt er að komast á fljótabátum upp til Bar-sur-Seine sem er 560 km frá ósum árinnar. Þar fyrir ofan er hægt að komast um á skemmtibátum. Við París, um 446 km frá ármynninu, er áin aðeins í 24 m hæð, og er hún því afar lygn og auðveld til siglinga. Það nýttu víkingar sér að fornu, og komust á skipum sínum alla leið upp til Parísar.

Fjöldi brúa hefur verið byggður yfir Signu, þar af um 36 í París. Meðal þeirra eru Pont Louis-Philippe og Pont Neuf, sú síðarnefnda er frá 1607. Af öðrum brúm má nefna Normandí-brúna (Pont de Normandie), sem er einhver lengsta stagbrú í heimi, og tengir borgirnar Le Havre og Honfleur.

Saga

Sagnir eru um að eftir að Jóhanna af Örk var brennd á báli árið 1431, hafi ösku hennar verið dreift í Signu.

Napóleon, sem dó 1821, óskaði eftir því í erfðaskrá sinni að verða grafinn á bökkum Signu, en eftir því var ekki farið.

Árið 1991 voru Signubakkar í París (Vinstri bakkinn – Rive Gauche og Hægri bakkinn – Rive Droite) settir á heimsminjaskrá UNESCO. Sjá vefsíðu UNESCO — Signubakkar, París

Listmálarar

Mynd eftir George Seurat: Sunnudagur á La Grande Jatte (1884-1886), sem er eyja í Signu.

Signa hefur veitt mörgum listmálurum innblástur á 19. og 20. öld, m.a.:

Heimildir