„Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 3: Lína 3:
== Þýðing Odds ==
== Þýðing Odds ==
Fræðimenn hafa löngum hrósað [[þýðing]]u Odds á Nýja testamenntinu fyrir það kjarnyrta mál sem Oddur notar og benda á að hann hafi lagt grunninn að þeim [[Ritstíll|stíl]] sem enn er viðhafður í biblíuþýðingum. Margir hafa þó bent á að hann eigi oft í brösum við að mynda íslenskulegar setningar og að hann riti ekki hreint mál. [[Sigurður Nordal]] kallaði samt [[þýðing]]una ''„eitt af leiðarmerkjunum í sögu íslenskra bókmennta“.'' Hann taldi stíl hans „svo svipmikinn og mergjaðan og mál hans svo auðugt, að enn er unun að lesa guðspjöllin í þeim búningi“. Dr. [[Jón Helgason (prófessor)|Jón Helgason]] prófessor tók ekki eins djúpt í árinni. Þó taldi hann stíl Odds „maklegan þeirra lofsyrða - ef litið er á þá kafla, sem best hafa tekist“. Í formála að bók sinni: ''[[Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar]]'' skrifar Jón samt sem áður:
Fræðimenn hafa löngum hrósað [[þýðing]]u Odds á Nýja testamenntinu fyrir það kjarnyrta mál sem Oddur notar og benda á að hann hafi lagt grunninn að þeim [[Ritstíll|stíl]] sem enn er viðhafður í biblíuþýðingum. Margir hafa þó bent á að hann eigi oft í brösum við að mynda íslenskulegar setningar og að hann riti ekki hreint mál. [[Sigurður Nordal]] kallaði samt [[þýðing]]una ''„eitt af leiðarmerkjunum í sögu íslenskra bókmennta“.'' Hann taldi stíl hans „svo svipmikinn og mergjaðan og mál hans svo auðugt, að enn er unun að lesa guðspjöllin í þeim búningi“. Dr. [[Jón Helgason (prófessor)|Jón Helgason]] prófessor tók ekki eins djúpt í árinni. Þó taldi hann stíl Odds „maklegan þeirra lofsyrða - ef litið er á þá kafla, sem best hafa tekist“. Í formála að bók sinni: ''[[Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar]]'' skrifar Jón samt sem áður:
:Enginn, sem vill kynnast sögu íslenzkrar tungu, getur látið undir höfuð leggjast að athuga Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. Það er fyrsta bók íslenzk, sem komst á prent, að minsta kosti þeirra er varðveizt hafa. Hitt er þó meira vert, að það er upphaf og elzta fyrirmynd guðfrækilegra rita á Íslandi í lútherskum sið.
:Enginn, sem vill kynnast sögu íslenzkrar tungu, getur látið undir höfuð leggjast að athuga Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. Það er fyrsta bók íslenzk, sem komst á prent, að minsta kosti þeirra er varðveizt hafa. Hitt er þó meira vert, að það er upphaf og elzta fyrirmynd guðrækilegra rita á Íslandi í lútherskum sið.


== Heimild ==
== Heimild ==

Útgáfa síðunnar 20. apríl 2010 kl. 20:29

Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar er fyrsta bók sem prentuð var á íslenska tungu. Prentun bókarinnar lauk 12. apríl 1540 í Hróarskeldu, Danmörku. Bókin er um 330 blöð og í litlu broti eða 8vo (sjá -vo). Ekki er vitað hve mörg eintök voru prentuð en talið er líklegt að Oddur hafi ætlað sérhverjum presti á Íslandi eintak.

Þýðing Odds

Fræðimenn hafa löngum hrósað þýðingu Odds á Nýja testamenntinu fyrir það kjarnyrta mál sem Oddur notar og benda á að hann hafi lagt grunninn að þeim stíl sem enn er viðhafður í biblíuþýðingum. Margir hafa þó bent á að hann eigi oft í brösum við að mynda íslenskulegar setningar og að hann riti ekki hreint mál. Sigurður Nordal kallaði samt þýðinguna „eitt af leiðarmerkjunum í sögu íslenskra bókmennta“. Hann taldi stíl hans „svo svipmikinn og mergjaðan og mál hans svo auðugt, að enn er unun að lesa guðspjöllin í þeim búningi“. Dr. Jón Helgason prófessor tók ekki eins djúpt í árinni. Þó taldi hann stíl Odds „maklegan þeirra lofsyrða - ef litið er á þá kafla, sem best hafa tekist“. Í formála að bók sinni: Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar skrifar Jón samt sem áður:

Enginn, sem vill kynnast sögu íslenzkrar tungu, getur látið undir höfuð leggjast að athuga Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. Það er fyrsta bók íslenzk, sem komst á prent, að minsta kosti þeirra er varðveizt hafa. Hitt er þó meira vert, að það er upphaf og elzta fyrirmynd guðrækilegra rita á Íslandi í lútherskum sið.

Heimild

Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist


Tenglar