„Játvarður útlagi“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Játvarður útlagi''' (1016 – febrúar 1057) var enskur konungssonur á 11. öld sem lifði nær alla ævi sína í útlegð og lést skömmu eftir að hann var kallað...
 
Tungumálatenglar
Lína 11: Lína 11:


{{fd|1016|1057}}
{{fd|1016|1057}}


[[bg:Едуард Изгнаника]]
[[de:Eduard Ætheling]]
[[el:Εδουάρδος ο εξόριστος]]
[[en:Edward the Exile]]
[[es:Eduardo el Exiliado]]
[[eo:Eduardo la Ekzilito]]
[[fr:Édouard l'Exilé]]
[[it:Edoardo l'esiliato]]
[[hu:Száműzött Eduárd]]
[[ja:エドワード・アシリング]]
[[no:Edvard den landflyktige]]
[[pl:Edward Wygnaniec]]
[[ru:Эдуард Изгнанник]]
[[fi:Edvard Maanpakolainen]]
[[sv:Edvard Landsflyktingen]]

Útgáfa síðunnar 28. mars 2010 kl. 13:16

Játvarður útlagi (1016 – febrúar 1057) var enskur konungssonur á 11. öld sem lifði nær alla ævi sína í útlegð og lést skömmu eftir að hann var kallaður heim til Englands til að erfa ríkið.

Faðir hans var Játmundur járnsíða, sonur Aðalráðs ráðlausa. Kona hans var Ealdgyth (Edit; nafn hennar er þó óvíst). Játmundur tók við ríki eftir lát föður síns vorið 1016 en lést sjálfur 30. nóvember sama ár. Knútur ríki tók þá við konungdæmi samkvæmt samkomulagi sem þeir Játmundur höfðu gert með sér.

Játmundur átti tvo barnunga syni, Játvarð og Játmund. Knútur sendi þá til Ólafs skotkonungs í Svíþjóð og ætlaðist til að þeim væri komið fyrir kattarnef en af því varð ekki. Þeir voru nokkru síðar til Ingigerðar dóttur Ólafs, sem var drottning í Kænugarði, og þaðan til Ungverjalands, þar sem þeir ólust upp. Játmundur lést þar en Játvarður var lengi undir verndarvæng Hinriks 3. keisara. Játvarður góði föðurbróðir hans, sem var barnlaus, kallaði hann til Englands til að gera hann að erfingja sínum en Játvarður lést skyndilega skömmu eftir komu sína til landsins, í febrúar 1057. Líklegt er að hann hafi verið myrtur en óvíst er hver bar ábyrgð á því.

Kona Játvarðar hét Agata. Þau áttu soninn Játgeir, sem var útnefndur erfingi afabróður síns en var of ungur til að geta staðið gegn Haraldi Guðinasyni, mági konungs, sem tók völdin eftir lát hans og varð konungur þótt veldistími hans yrði ekki langur. Dóttir Játvarðar og Agötu var heilög Margrét, drottning Skotlands.

Heimild