„Eiríkur klipping“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: thumb|right|Eiríkur klipping. Mynd í handriti frá [[Tallin.]] '''Eiríkur klipping''' eða '''Eiríkur 5.''' (124922. nóvember 1286) var k...
 
Navaro (spjall | framlög)
m Lagaði tengil.
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Erik Glipping.jpg|thumb|right|Eiríkur klipping. Mynd í handriti frá [[Tallin]].]]
[[Mynd:Erik Glipping.jpg|thumb|right|Eiríkur klipping. Mynd í handriti frá [[Tallinn]].]]
'''Eiríkur klipping''' eða '''Eiríkur 5.''' ([[1249]] – [[22. nóvember]] [[1286]]) var konungur [[Danmörk|Danmerkur]] frá andláti föður síns [[1259]] til dauðadags.
'''Eiríkur klipping''' eða '''Eiríkur 5.''' ([[1249]] – [[22. nóvember]] [[1286]]) var konungur [[Danmörk|Danmerkur]] frá andláti föður síns [[1259]] til dauðadags.



Útgáfa síðunnar 18. mars 2010 kl. 11:06

Eiríkur klipping. Mynd í handriti frá Tallinn.

Eiríkur klipping eða Eiríkur 5. (124922. nóvember 1286) var konungur Danmerkur frá andláti föður síns 1259 til dauðadags.

Eiríkur var elsti sonur Kristófers 1. og konu hans Margrétar Sambiria. Hann var hylltur sem konungur þegar hann var barn að aldri en ekki krýndur og þegar faðir hans dó var hann aðeins um tíu ára gamall. Því var ákveðið að móðir hans skyldi stýra landinu í hans nafni þar til hann yrði fullveðja. Margrét mátti hafa sig alla við til að halda hásætinu fyrir son sinn því að þau mæðgin áttu ýmsa andstæðinga, svo sem Eirík hertoga af Slésvík, son Abels konungs (bróður Kristófers), greifana í Holtsetalandi og Jakob Erlandsen erkibiskup. Jaromar fursti af Rügen notaði tækifærið, gerði bandalag við Eirík Abelsson og réðist inn í Sjáland. Margrét kvaddi upp her og snerist til varnar en tapaði í orrustu við Ringsted 1259 og innrásarmenn náðu Kaupmannahöfn og héldu áfram ránsferðum um Sjáland. Jaromar var þó drepinn af konu nokkurri eftir að hafa banað manni hennar og Vindarnir hurfu þá úr landi.

Eiríkur hertogi taldi að staða ekkjudrottningarinnar hefði veikst við þetta og hóf uppreisn en lið Margrétar sigraði her hans á Jótlandi. Valdimar náði þó vopnum sínum að nýju og 28. júlí 1261 töpuðu Margrét og Eiríkur í bardaga, voru tekin til fanga og höfð í haldi í Hamborg. Margréti tókst þó að fá sig lausa en Eiríki var ekki sleppt fyrr en hann varð fullveðja 15 ára, 1364, og þá hugsanlega gegn því að heita Agnesi af Brandenborg eiginorði, en hún var þá sjö ára. Hann fór svo heim og tók við krúnunni að nafninu til en móðir hans stýrði ríkinu þó í raun í mörg ár enn. Eiríkur giftist svo Agnesi 1273.

Árið 1272 dó Eiríkur hertogi af Slésvík og lét eftir sig ung börn. Eiríkur konungur fékk forsjá þeirra og um leið yfirráð yfir öllu Jótlandi. Tveimur árum síðar var Jakob erkibiskup drepinn á heimleið frá Róm og þar með voru tveir helstu óvinir konungsins úr sögunni. Eiríkur dróst þess í stað inn í valdaátök og stríð í Svíþjóð. Hernaðurinn þar varð kostnaðarsamur og til að borga fyrir hann greip Eiríkur meðal annars til þess að láta klippa utan af myntinni svo að peningarnir urðu kantaðir en ekki kringlóttir. Hugsanlegt er að hann hafi fengið viðurnefni sitt af þessu en ýmsar fleiri skýringar hafa þó verið settar fram. Hann þurfti líka að fá lán hjá kirkjunni.

Allt þetta var til þess að afla honum óvinsælda meðal aðalsmanna og árið 1282 þvinguðu þeir hann til að undirrita réttindaskrá þar sem hann hét því meðal annars að ráðfæra sig árlega við aðalsmenn og veita þeim hlutdeild í stjórn landsins. Eftir það áttu bændur engan þátt í að velja konung en hann var þó hylltur áfram á landsþingum. Valdimar, sonur Eiríks hertoga, fékk líka föðurleifð sína í Slésvík aftur. Hann og konungurinn deildu þó um ýmis efni og 1285 lét Eiríkur taka Valdimar til fanga. Hann var þó látinn laus ári síðar og sór konungi trúnað.

Þegar konungurinn var á veiðum við Finderup á Jótlandi 22. nóvember 1286 fann hann sér náttstað í hlöðu. Þar var hann veginn um nóttina ásamt fylgdarliði sínu af óþekktum mönnum og voru talin 56 sár á líki hans. Seinni tíma rannsóknir á beinagrind hans hafa líka sýnt að líkið var illa leikið. Mikið hefur verið rætt og ritað um hverjir hafi drepið konunginn og hvers vegna. Níu aðalsmenn voru ákærðir en allir lýstu sig saklausa. Þeir voru dæmdir útlægir og flýðu til Noregs. Ýmsar skýringar hafa verið settar fram og sumir telja að Valdimar hertogi eða Eiríkur Magnússon prestahatari Noregskonungur hafi í raun staðið að baki morðinu.

Eiríkur og Agnes drottning áttu nokkur börn: Konungana Eirík menved og Kristófer 2., Valdimar, sem dó 1304, Margréti, sem giftist Birgi Magnússyni konungi Svíþjóðar og Ríkissu, sem giftist Nikulási 2. fursta af Werle í Mecklenburg. Afkomandi þeirra, Kristján 1., var valinn konungur þegar enginn erfingi var að Danmörku - og Norðurlöndunum öllum - eftir dauða Kristófers konungs 1448.

Agnes giftist aftur 1293 Geirharði 2. af Holtsetalandi og eignaðist með honum soninn Jóhann milda.

Heimildir


Fyrirrennari:
Kristófer 1.
Konungur Danmerkur
(1259 – 1286)
Eftirmaður:
Eiríkur menved