Munur á milli breytinga „Ritmál“

Jump to navigation Jump to search
55 bætum bætt við ,  fyrir 15 árum
ekkert breytingarágrip
 
[[Pappír]] er kínversk uppfinning. Talið er að Kínverjinn T'sai Lun hafi fundið upp pappír árið 105 e. Kr. Pappírsnotkun breiddist ört út í Kína, þar myndaðist miðstýrt skrifræðissamfélag þar sem sameiginlegt ritmál brúaði boðskiptabil milli þjóða sem töluðu ólík tungumál. Árið 751 barst kunnátta í [[pappírsgerð]] út fyrir Kína þegar kínverskir pappírsgerðarmenn voru teknir til fanga af arabískum hermönnum. Pappírsgerð hófst þá í [[Bagdad]] og [[Samarkland]] og voru [[baðmull]] og [[hör]]trefjar notaðar við framleiðsluna. Á [[12. öld]] berst pappírsgerðarlist með [[Márar|Márum]] til [[Spánn|Spánar]] og á [[14. öld]] var pappír orðinn útbreiddur í [[Evrópa|Evrópu]] og mun ódýrara efni til skrifta en bókfell.
 
== Tengt efni ==
* [[Línuletur A]]
* [[Línuletur B]]
 
== Heimildir ==
* {{bókaheimild|höfundur=Þorbjörn Broddason|titill=Ritlist, prentlist, nýmiðlar |útgefandi= Háskólaútgáfan| ár=2005|ISBN 9979-54-657-3}}

Leiðsagnarval