Munur á milli breytinga „Ritmál“

Jump to navigation Jump to search
5 bæti fjarlægð ,  fyrir 15 árum
ekkert breytingarágrip
 
== Ritunarverkfæri ==
Í upphafi hafa tákn verið skráð á leirtöflur, höggvin í steina eða rist á tré. Á 3. árþúsundi f.Kr. fara Egyptar að skrifa á [[papýrus]] sem unnin var úr stönglum hávaxins [[sef]]s sem óx á bökkum Nílar. Papýrus var vafinn upp í rollur eða stranga, líklega 6-10 metra langa og 25 sentimetra breiða. Papýrus entist í um 200 ár og það þurfti því sífellt að vera að endurskrifa það sem átti að varðveitast lengur. Leður (sútað skinn) var einnig notað í Egyptalandi og löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. [[Bókfell]] (pergament) er ósútað skinn geita, sauða, svína eða kálfa. Það breiddist út á 3. öld f. Kr sem . Bókfell hafði þann kost fram yfir papýrus að skrifa mátti á það báðum megin.
 
[[Pappír]] er kínversk uppfinning. Talið er að Kínverjinn T'sai Lun hafi fundið upp pappír árið 105 e. Kr. Pappírsnotkun breiddist ört út í Kína, þar myndaðist miðstýrt skrifræðissamfélag þar sem sameiginlegt ritmál brúaði boðskiptabil milli þjóða sem töluðu ólík tungumál. Árið 751 barst kunnátta í [[pappírsgerð]] út fyrir Kína þegar kínverskir pappírsgerðarmenn voru teknir til fanga af arabískum hermönnum. Pappírsgerð hófst þá í [[Bagdad]] og [[Samarkland]] og voru [[baðmull]] og [[hör]]trefjar notaðar við framleiðsluna. Á [[12. öld]] berst pappírsgerðarlist með [[Márar|Márum]] til [[Spánn|Spánar]] og á [[14. öld]] var pappír orðinn útbreiddur í [[Evrópa|Evrópu]] og mun ódýrara efni til skrifta en bókfell.

Leiðsagnarval