„Þorleifur Pálsson (lögmaður)“: Munur á milli breytinga

Jump to navigation Jump to search
m
ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
'''Þorleifur Pálsson''' (d. [[1558]]) var íslenskur [[lögmaður]] á [[16. öld]]. Hann var af ætt [[Skarðverjar|Skarðverja]] og bjó á [[Skarð á Skarðsströnd|Skarði]] á [[Skarðsströnd]].
 
Þorleifur var sonur [[Páll Jónsson (sýslumaður á Skarði)|Páls Jónssonar]] á Skarði og konu hans [[Solveig Björnsdóttir|Solveigar]], dóttur [[Ólöf Loftsdóttir|Ólafar Loftsdóttur]] ríku og [[Björn Þorleifsson hirðstjóri|Björns Þorleifssonar]] hirðstjóra. Páll faðir Björns var veginn [[1496]] og móðir hans hafði dáið ári fyrr. Þorleifur var þá barn að aldri og flutti þá föðurbróðir hans, Ormur Jónsson í [[Klofi|Klofa]], að Skarði ásamt Ingibjörgu Eiríksdóttur konu sinni og ólu þau Þorleif upp.
 
Þorleifur erfði stórfé eftir foreldra sína og var í hópi helstu höfðingja. Hann þótti maður friðsemdar og sátta. Þegar [[Hrafn Brandsson (yngri)|Hrafn Brandsson]] lést sviplega vildu margir fá hann fyrir lögmann norðan og vestan en [[Jón Arason]] biskup vildi [[Ari Jónsson lögmaður|Ara]] son sinn og fékk Norðlendinga til að kjósa hann. Vestfirðingar kusu Þorleif og hann naut líka stuðnings Sunnlendinga. Voru útbúin tvö kjörbréf og send konungi en hann fékk kjörbréf Þorleifs ekki eða of seint, svo að Ari varð lögmaður.
7.517

breytingar

Leiðsagnarval