Munur á milli breytinga „Party Zone“

Jump to navigation Jump to search
460 bætum bætt við ,  fyrir 11 árum
ekkert breytingarágrip
'''Party Zone''' (stundum nefndur '''Dansþáttur þjóðarinnar''') er [[Ísland|íslenskur]] [[útvarpsþáttur]] sem hóf göngu sína árið [[1990]] á útvarpsstöðinni Útrás 97,7. Þeir Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson hafa frá upphafi séð um þáttinn, sem hefur verið sendur út á [[Rás 2]] frá árinu 2000. Þátturinn sérhæfir sig í því sem er efst á baugi í danstónlist hverju sinni og fær helstu plötusnúða landsins í heimsókn til að spila tónlist. Þátturinn var lengst af sendur út á laugardagskvöldum en í janúar 2010 flutti hann sig yfir á fimmtudagskvöld.
 
== Saga ==
Party Zone hóf göngu sína haustið [[1990]] á útvarpsstöðinni Útrás 97,7 og var sendur út þar í um tvö ár. Árin [[1993]]-[[1998]] var þátturinn sendur út á útvarpsstöðinni X-inu. Árið [[1999]] var tekin ákvörðun um að flytja þáttinn á útvarpsstöðina Mónó en frá árinu [[2000]] hefur hann verið sendur út á [[Rás 2]]. Í janúar árið 2010 ákvað útvarpsstjórn Ríkisútvarpsins að þátturinn fengi ekki lengur að senda út á laugardagskvöldum og var um tím aútlit fyrir að þátturinn yrði að flytja sig á aðra útvarpsstöð.<ref>[http://www.dv.is/frettir/2010/1/20/dansthattur-thjodarinnar-heimilislaus/ „Dansþáttur þjóðarinnar heimilislaus“] á DV.is 20. janúar 2010 (Skoðað 27. janúar 2010).</ref><ref>[http://epaper.visir.is/media/201001210000/pdf_online/1_36.pdf „Partíið víkur fyrir gítarrokki“] í ''Fréttablaðinu'' 21. janúar 2010, bls. 36 (Skoðað 27. janúar 2010).</ref> Stjórnendur þáttarins ákváðu þó að taka boði útvarpsstjórnar um nýjan útsendingartíma á fimmtudagskvöldum.<ref>[http://www.dv.is/frettir/2010/1/27/party-zone-heldur-afram-ras-2/ „Party Zone heldur áfram á Rás 2“] á DV.is 27. janúar 2010 (Skoðað 27. janúar 2010).</ref>
 
== Tónlist ==
Party Zone spilar flestar stefnur [[Raftónlist|rafrrænnar]] [[danstónlist]]ar. Mest áberandi í gegnum tíðina hafa þó verið ýmis afbrigði [[hústónlist]]ar og [[techno]]-tónlistar.
 
== Party Zone listinn ==
Party Zone listinn er ekki vinsældalisti heldur er hann ákveðinn af umsjónarmönnum þáttarins með hjálp frá plötusnúðum. Í upphafi var um 30 laga lista að ræða en þegar þátturinn var á Útrás var hann sex tíma langur. Síðan þá hefur útsendingartíminn styst og listinn einnig en lengst af var hann 20 laga listi.
50.763

breytingar

Leiðsagnarval