„Hrafn Bótólfsson“: Munur á milli breytinga
Jump to navigation
Jump to search
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: '''Hrafn Bótólfsson''' (d. 17. nóvember 1390) var íslenskur lögmaður á 14. öld. Hann bjó í Lönguhlíð ytri í [[Hörgárdalur|H...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
'''Hrafn Bótólfsson''' (d. [[17. nóvember]] [[1390]]) var íslenskur [[lögmaður]] á 1[[4. öld]]. Hann bjó í [[Langahlíð (Hörgárdal)|Lönguhlíð]] ytri í [[Hörgárdalur|Hörgárdal]] og lést er skriða féll á bæinn. Langahlíð ytri heitir nú [[Skriða (Hörgárdal)|Skriða]].
Hrafn var sonur [[Bótólfur Andrésson|Bótólfs Andréssonar]] hirðstjóra, sem var norskur að kyni, og Steinunnar Hrafnsdóttur konu hans, en hún var dóttir Glaumbæjar-Hrafns Jónssonar, sonarsonar [[Hrafn Oddsson|Hrafns Oddssonar]]. Hann kom til landsins [[1381]] og hafði verið veitt lögsögumannsembættið norðan og vestan af [[Ólafur 4. Hákonarson|Ólafi konungi]], eða [[dróttseti|dróttseta]] hans, því konungurinn var barn að aldri. Samkvæmt því sem segir í annálum var róstusamt í landinu um þær mundir og ''Flateyjarannáll'' segir „efldust flokkar og friðleysi“.
Hrafn bjó í Lönguhlíð í Hörgárdal
Steinunn dóttir þeirra hjónanna var gift og farin að heiman þegar skriðan féll. Árið [[1406]] var Steinunn stödd í [[Noregur|Noregi]] ásamt seinni manni sínum, Þorgrími Sölvasyni. Þau tóku sér far til Íslands með skipi ásamt fleiri Íslendingum. Skipið hraktist til [[Grænland]]s og þar voru þau föst í fjögur ár. Þar tókst Kolgrími nokkrum að komast yfir Steinunni með [[galdur|göldrum]] og var hann brenndur á báli en Steinunn náði sér aldrei eftir þessa lífsreynslu og dó á Grænlandi.
|