Munur á milli breytinga „Hvalsey“

Jump to navigation Jump to search
79 bætum bætt við ,  fyrir 11 árum
m
ekkert breytingarágrip
m (Bætti við tengli.)
m
 
==Búðkaupið 1408==
„Þúsund og fjögurhundruð átta árum eftir fæðingu Herra vors Jesú Krists vorum við viðstaddir, sáum og hlýddum á á Hvalsey á Grænlandi, að Sigríður Björnsdóttir giftist [[Þorsteinn Ólafsson (lögmaður)|Þorsteini Ólafssyni]].“ Þetta gerðist á fyrsta sunnudegi eftir Krossmessu (Exaltatio Sancte Crucis). [[Krossmessa]] (á hausti sem álitið er að hér sé um að ræða) ber alltaf upp á [[14. september]] og sunnudagurinn næst þar á eftir árið [[1408]] var [[16. september]]. Um þetta brúðkaup vitnuðu þeir Brandur Halldórsson, Þórður Jörundarson, Þórbjörn Bárðarson og Jón Jónsson á Ökrum í Blönduhlíð á [[ÍslandBlönduhlíð]]i á Íslandi árið [[1414]]. Tíu árum síðar, [[1424]], vitna þeir Sæmundur Oddsson og Þorgrímur Sölvason einnig um það sama á sama stað. Í bréfi sem dagsett er [[19. apríl]] [[1409]] og skrifað á biskupssetrinu í Görðum á Grænlandi vitna þeir prestarnir Eindriði Andreasson og Páll Hallvarðsson um að þeir hafi lýst rétt með þeim hjónum og að margmenni hafi verið við brúðkaupið.
 
Þau Þorsteinn og Sigríður voru bæði stórættuð af Norðurlandi eins og öll ofannefnd vitni og settust að á [[Stóru-Akrar|Ökrum]] þegar þau sneru aftur frá Grænlandi. Sennilega hafa erfðadeilur gert að þau hjón þurftu á þessum staðfestingum að halda um brúðkaup sem átt hafði sér stað árum áður.
 
Allir þessir Íslendingar höfðu verið á skipi sem var á leið frá [[Noregur|Noregi]] til [[Ísland]]s [[1406]] en rak af leið og náði loks í land á Grænlandi. Í [[Íslenskir Annálar |Íslenskum annálum]] er sagt frá því að þau hafi komið aftur til ÍslandsNoregs [[1410]] en líklega ekki til Íslands fyrr en 1413.
Þetta eru síðustu ritaðar heimildir um hina norrænu Grænlendinga en fornleifarannsóknir sýna að þeir héldu áfram búsetu þar að minnsta kosti í 50 ár í viðbót.

Leiðsagnarval