„Genfarsáttmálarnir“: Munur á milli breytinga

Jump to navigation Jump to search
m
robot Bæti við: fiu-vro:Genfi leppeq; kosmetiske ændringer
m (robot Bæti við: fiu-vro:Genfi leppeq; kosmetiske ændringer)
 
Sáttmálarnir eru eftirfarandi:
* ''Fyrsti Genfarsáttmálinn'', um meðferð slasaðra og sjúkra hermanna á vígvelli (upprunalega samþykktur [[1864]], síðast endurskoðaður [[1949]]).
* ''Annar Genfarsáttmálinn'', um meðferð skipbrotsmanna (upprunalega samþykktur 1949 en byggði á svokölluðum Haagsáttmála X frá [[1907]]).
* ''Þriðji Genfarsáttmálinn'', um meðferð stríðsfanga (upprunalega samþykktur [[1929]], síðast endurskoðaður 1949).
* ''Fjórði Genfarsáttmálinn'', um meðferð óbreyttra borgara í stríði (upprunalega samþykktur 1949 en byggði á svokölluðum Haagsáttmála IV frá 1907).
 
Síðar hafa verið samþykktar eftirfarandi viðbótarsamþykktir:
* ''Viðbótarsamþykkt I'' (1977), til að auka vernd óbreyttra borgara, lagði m.a. bann við árásum á borgaraleg mannvirki sem ekki hafa hernaðarþýðingu.
* ''Viðbótarsamþykkt II'' (1977), áréttaði að sú vernd sem Genfarsáttmálarnir veita gildi einnig í innanlandsátökum.
* ''Viðbótarsamþykkt III'' (2005), lögleiddi [[rauði kristallinn|rauða kristallinn]] sem nýtt merki með sömu stöðu og [[Rauði krossinn]] og [[Rauði hálfmáninn]].
 
Fyrsti Genfarsáttmálinn fylgdi eftir stofnun [[Alþjóðasamband félaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans|Alþjóðaráðs Rauða krossins]] árið [[1863]]. Allir fjórir sáttmálarnir voru síðast endurskoðaðir og samþykktir á ný [[1949]], aðallega í samræmi við breytingar sem áður höfðu verið gerðar og einnig var margt tekið upp úr [[Haagsáttmálarnir|Haagsáttmálunum]] frá [[1907]]. Nánast öll sjálfstæð ríki heimsins (um 200 talsins) hafa skrifað undir og fullgilt Genfarsáttmálana.
 
== Tenglar ==
* [http://www.redcross.is/Apps/WebObjects/RedCross.woa/wa/dp?id=1000057 Genfarsamningarnir], upplýsingar á heimasíðu [[Rauði krossinn|Rauða krossins]]
* {{vísindavefurinn|4780|Hvað er Genfarsáttmálinn?}}
[[es:Convenciones de Ginebra]]
[[fi:Geneven sopimukset]]
[[fiu-vro:Genfi leppeq]]
[[fr:Conventions de Genève de 1949]]
[[he:אמנות ז'נבה]]
58.196

breytingar

Leiðsagnarval